Pérotin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pérotin (uppi í kring um aldamótin 1200) var tónskáld á miðöldum, líklega franskur, sem tilheyrði Notre Dame skólanum í fjölröddun. Ásamt Léonin er hann frægasti meðlimur þess skóla. Þrátt fyrir það hefur ekki verið hægt að færa sönnur á að Pérotin hafi starfað við Notre Dame dómkirkjuna í París. Bókin Magnus Liber inniheldur eitthvað af verkum eftir hann, en hú inniheldur einnig verk Léonins. Hann er, líkt og Léonin, þekktur nær eingöngu af ritum Anonymous IV.