Páfastóll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Páfastóll (latína Sancta Sedes, bókst. „hið heilaga sæti“) er biskupsdæmi innan kaþólsku kirkjunnar sem tekur til Rómaborgar, en biskup þess starfar og mælir einnig sem æðsta vald kaþólskra. Biskup hins helga stóls er páfi en ekki má rugla Vatíkaninu saman við páfastól þar eð Vatíkanið er aðskilin stjórnareining. Allir alþjóðasamningar sem gerðir eru við kaþólsku kirkjuna eru gerðir við páfastól, en ekki stjórn Vatíkansins.

Páfastóll varð til á fyrstu öldum kristninnar. Vatíkanið aftur á móti varð ekki til sem stjórnareining fyrr en með Lateran-samningnum við stjórn Benitos Mussolinis árið 1929. Sem biskup Rómaborgar starfar þó páfinn einnig sem æðsta vald yfir Vatíkaninu, hinu geistlega borgríki.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.