Orri Björnsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Orri Björnsson, forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs.

Orri Björnsson (f. 1971) er forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs í Reykjanesbæ. Orri hefur leitt uppbyggingu fyrirtækisins frá 2012 sem er eitt öflugasta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum.[1] Velgengni Algalífs hefur hlotið mikla innlenda[2][3][4] og alþjóðlega umfjöllun.[5][6][7] Bæði Orri og Algalíf hafa hlotið fjölda innlendra og alþjóðlegra verðlauna og viðurkenninga fyrir árangursríka nýsköpun í grænni líftækni.[8][9][10]

Orri er fæddur í Reykjavík árið 1971 en flutti ungur til Hafnarfjarðar. Hann hefur búið og starfað víða um heim þar sem hann leiddi ýmis verkefni í lyfja- og líftæknigeirunum.[11] Hann var einnig um skeið sérstakur ráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna.[12]

Orri hefur starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gengt fjölmörgum trúnaðarstöðum fyrir flokkinn bæði í Hafnarfirði[13] og á landsvísu.

Í bæjarmálum hefur hann gengt formennsku í ýmsum starfshópum, ráðum og nefndum, auk starfa í bæjarstjórn.[14] Þá var Orri einnig um árabil fulltrúi Hafnfirðinga og Sjálfstæðisflokksins í stjórn HS Veitna.[15] Stuðningsmenn Orra halda út vefsíðunni www.xorri.is þar sem lesa má um áherslur hans í stjórnmálum.

Orri var lengi í forystusveit íslensku glímuhreyfingarinnar en hann er liðtækur glímumaður og vann Grettisbeltið árið 1994. Á yngri árum var hann í Gettu betur liði Flensborgar og hann keppti fyrir hönd Hafnarfjarðar í spurningaþættinum Útsvari á RÚV.[16]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Algalíf 25 milljarða virði?“. www.mbl.is. Sótt 7. febrúar 2022.
  2. Ritstjórn. „Frumkvöðlakraftur skapar eitt öflugasta líftæknifyrirtæki landsins“. www.frettabladid.is. Sótt 7. febrúar 2022.
  3. „Algalíf vottað kolefnishlutlaust - Viðskiptablaðið“. www.vb.is (bandarísk enska). Sótt 7. febrúar 2022.
  4. „Sú fullkomnasta sinnar tegundar“. www.mbl.is. Sótt 7. febrúar 2022.
  5. Adzo, Kossi (13. febrúar 2021). „Algalíf - The Company Where Sustainability is a Way of Life“ (bandarísk enska). Sótt 7. febrúar 2022.
  6. „Algalif Iceland - Leading a Young Industry“. Business Focus Magazine (enska). 17. maí 2021. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
  7. „Tomorrow's green raw material“. SCHOTT Innovation (bandarísk enska). 13. október 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
  8. „Awards“. Algalif, Icelandic Producer of Pure, High-Grade, Natural Astaxanthin from Microalgae (bandarísk enska). Sótt 7. febrúar 2022.
  9. „Vaxtarsproti ársins er 1939 Games sem sextánfaldaði veltu“. Samtök iðnaðarins - íslenskur iðnaður. Sótt 7. febrúar 2022.
  10. „Biotechnology Awards 2021“. www.ghp-news.com. Sótt 7. febrúar 2022.
  11. „Athafnamaðurinn og hörkutólið Orri Björnsson: „Að vinna Grettisbeltið var auðvitað hápunkturinn". Mannlíf.is. 19. október 2021. Sótt 7. febrúar 2022.
  12. „Segðu mér - Orri Björnsson forstjóri Algalífs | RÚV Sjónvarp“. www.ruv.is. Sótt 7. febrúar 2022.
  13. „Um Orra – xorri.is“ (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
  14. „Ráð og nefndir“. Hafnarfjörður. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
  15. „HS veitur hf, aðalfundur 2018 — Planitor“. www.planitor.io. Sótt 7. febrúar 2022.
  16. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 7. febrúar 2022.