Notandi:Skrúfhyrna/sandkassi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Opinber þróunarsamvinna[breyta | breyta frumkóða]

Opinber þróunarsamvinna, stundum nefnd opinber þróunaraðstoð, er fjárhagslegur stuðningur veittur af opinberum stjórnvöldum hinna ýmsu ríkja heimsins til að styðja við hagvöxt og aukna velferð í þróunarríkjum. Stuðningurinn getur runnið beint til ríkja eða til fjölþjóðastofnana. Þróunarsamvinnunefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar skilgreindi hugtakið opinber þróunarsamvinna árið 1969 og birtir á hverju ári upplýsingar um þær upphæðir sem ríki heims veita í þessum tilgangi. [1]

Þróunarsamvinna getur verið tvíhliða, en í því tilviki rennur stuðningurinn beint frá stjórnvöldum í einu ríki til annars ríkis, eða marghliða, en þá rennur stuðningurinn til alþjóðastofnana, t.d. Alþjóðabankans eða stofnana Sameinuðu þjóðanna, sem nota hann til verkefna í þróunarríkjum. Marghliða þróunarsamvinna er einnig nefnd fjölþjóðleg. Á árinu 2018 námu heildarframlög til opinberrar þróunarsamvinnu nær 153,5 milljörðum bandaríkjadala.[2] Af þeim voru 71,2% skilgreind sem tvíhliða þróunarsamvinna og 28,8% marghliða.

  1. „Official Development Assistance (ODA) - OECD“. www.oecd.org. Sótt 9. janúar 2021.
  2. OECD (2021), "Detailed aid statistics: Official and private flows", OECD International Development Statistics (database), https://doi.org/10.1787/data-00072-en (accessed on 09 January 2021).