Nicholas Brendon
Nicholas Brendon | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Nicholas Brendon Schultz 12. apríl 1971 |
Ár virkur | 1993 - |
Helstu hlutverk | |
Xander Harris í Vampírubaninn Buffy Seth Richman í Kitchen Confidential Kevin Lynch í Criminal Minds |
Nicholas Brendon (fæddur Nicholas Brendon Schultz, 12. apríl 1971) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Vampírubananum Buffy, Kitchen Confidential og Criminal Minds.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Brendon er fæddur og uppalinn í Los Angeles í Kaliforníu. Brendon spilaði hafnarbolta og ætlaði sér að verða atvinnumaður fyrir L.A. Dodgers en þurfti að hætta við þegar hann meiddist á handlegg.[1] Brendon tók upp leiklistina um tvítugt til þess að komast yfir stamið sem hann var með.[2] Brendon hætti sem leikari eftir aðeins tvö ár því hann þoldi ekki pólitíkina í Hollywood. Ákvað Brendon að fara í nám og læra læknisfræði, sem gekk ekki upp, prófaði hann síðan hin ýmsu störf á borð við aðstoðarmaður pípara, leikskólakennari, þjónn og sem aðstoðarmaður framleiðslustjóra við Dave's World sjónvarpsþáttinn.[3] Brendon hefur unnið mikið fyrir Stuttering Foundation of America samtökin og var fyrsta perónan til þess að vera heiðursmaður við Stuttering Foundation of America's Stuttering Awareness vikuna þrjú ár í röð, frá 2000-2003.[4][5] Brendon á eineggjatvíbura bróður, Kelly Donovan sem einnig er leikari. Brendon giftist leikkonunni Tressa DiFiglia árið 2001 en þau skildu síðan árið 2006.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta hlutverk Brendons var árið 1993 í Married with Children. Árið 1996 þá var Brendon boðið hlutverk í Vampírubaninn Buffy sem Xander Harris, sem hann lék til ársins 2003. Síðan þá hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Without a Trace, Private Practice og Criminal Minds. Brendon hefur komið fram í kvikmyndum á borð við Demon Island, Blood on the Highway og The Portal.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
2000 | Psycho Beach Party | Starcat | |
2002 | Demon Island | Kyle | |
2007 | Unholy | Lucas | |
2008 | Blood on the Highway | Chase Sinclair | |
2009 | The Quincy Rose Show | Nicky | |
2009 | A Golden Christmas | Michael | |
2010 | The Portal | Paul | |
2011 | Hard Love | Rich | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1993 | Married with Children | Maður í klíku Ray-Rays | Þáttur: Hood in the Boyz |
1995 | Dave´s World | ónefnt hlutverk | Þáttur: Do the Write Thing |
2003 | The Pool at Maddy Breaker´s | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
1996-2993 | Vampírubaninn Buffy | Xander Harris | 145 þættir |
2004 | Buffy the Vampire Slayer: The Animated Series | Xander Harris | Sjónvarpssería Talaði inn á |
2004 | Celeste in the City | Dana Blodgett/Harrison | Sjónvarpsmynd |
2005-2006 | Kitchen Confidential | Seth Richman | 13 þættir |
2006 | Relative Chaos | Gil Gilbert | Sjónvarpsmynd |
2007 | Fire Serpent | Jake Relm | Sjónvarpsmynd |
2006-2007 | American Dragon: Jake Long | Huntsboy #89 | 6 þættir Talaði inn á |
???? | Turbo Dates | Cameron | Þáttur: Full Disclosure |
2009 | Without a Trace | Edger | Þáttur: Undertow |
2009 | My Neighbor´s Secret | Brent | Sjónvarpsmynd |
2010-2011 | Private Practice | Lee McHenry | 4 þættir |
2007-2011 | Criminal Minds | Kevin Lynch | 11 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films
- 2000: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í þemaseríu fyrir Vampírubaninn Buffy.
- 1999: Tilnefndur sem besti leikari í þemaseríu fyrir Vampírubaninn Buffy.
- 1998: Tilnefndur sem besti leikari í þemaseríu fyrir Vampírubaninn Buffy.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Nicholas Brendon - Yahoo! TV“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. júní 2011. Sótt 15. nóvember 2011.
- ↑ BUFFY THE VAMPIRE SLAYER - Interview with Nicholas Brendon
- ↑ „Nicholas Brendon“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. febrúar 2012. Sótt 15. nóvember 2011.
- ↑ Ævisaga Nicholas Brendon á IMDB síðunni
- ↑ „Ævisaga Nicholas Brendon á heimasíðu hans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. maí 2012. Sótt 15. nóvember 2011.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Nicholas Brendon“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. nóvember 2011.
- Nicholas Brendon á IMDb
- Heimasíða Nicholas Brendons