Murchison-loftsteinninn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brot úr Murchison-lofsteininum.

Murchison loftsteinninn er loftsteinn sem féll á jörðina. Hann er nefndur eftir Murchison í Viktoríufylki Ástralíu, þar sem að brot úr loftsteininum féllu þann 28. september 1969. Loftsteinninn er kolefnisþéttur óbráðummyndaður loftsteinn af gerð II (type II carbonaceous chondrite), og fundust í honum ýmsar amínósýrur svo sem glycine, alanine og glútensýra, og að auki frekar óalgengar amínósýrur á borð við ísóvalín og gervileucine. Þar sem að amínósýrurnar höfðu bæði hægri- og vinstri snúningsása þá var talið staðfest að amínósýrurnar væru utan úr geimnum. Flókin sambönd alkena fundust einnig í loftsteininum, sem voru svipuð alkenum sem mynduðust í Miller-Urey tilrauninni.