Montessori-aðferðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Montessori er námsaðferð sem þróuð var af Maríu Montessori. Lögð er áhersla á að innleiða vísindi í skólastarfi og börn eigi að fræðast sjálf og læra að velja þroskandi viðfangsefni. Montessori prófaði uppeldishugmyndir sínar í Casa dei bambini í Róm og hóf að rit hennar í uppeldis- og menntunarfræðum voru þýdd á fjölda tungumála. Hún var einn af frumkvöðlum umbótauppeldisfræðinnar (reform education) í Evrópu á 20. öldinni. Hún lagði áherslu á að kennarar ungra barna fylgdust vel með börnunum og skráðu hjá sér námsleiðir þeirra til þess að þeir yrðu færir um að fylgja þeim eftir og styðja við nám barna.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.