Mononoke prinsessa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mononoke prinsessa (もののけ姫, Mononoke Hime) er japönsk teiknimynd í fullri lengd (134 mínútur) eftir Hayao Miyazaki. Myndin var gefin út árið 1997 og vann til 11 verðlauna á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum í Asíu sem og annars staðar í heiminum.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Prins smitast af andsettu goði af ólæknanlegum sjúkdómi. Hann er við dauðans dyr ef hann finnur ekki lækningu við þessari hræðilegu bölvun. Hann kemst að því að hann þarf að ferðast austur í leit að von. Þegar hann kemur á áfangastað leitar hann að skógarandanum sem á að geta hjálpað honum, en þess í stað lendir hann í miðjum átökum milli dýra skógarins og námubæjar sem er við það að menga og eyðileggja skóginn. Sú sem leiðir dýrin í baráttunni er Mononoke prinsessa, stúlka sem var alin upp af úlfum.

Bein þýðing á japanska orðinu „mononoke“ er hatursfullur andi eða andi í hefndarhug.

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi anime/mangagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.