María Guðjónsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
María Guðjónsdóttir
Fædd1980
StörfPrófessor í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands

María Guðjónsdóttir (f. 1980) er prófessor í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild[1] Háskóla Íslands.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

María lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild I úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 2000, B.Sc. prófi í efnaverkfræði frá Háskóla Íslands í samstarfi við University of California, Santa Barbara (UCSB) [2] vorið 2004, MSc. prófi í efnaverkfræði með eðlisfræðiáherslu frá Chalmers [3] tækniháskólanum í Gautaborg 2006 og doktorsprófi í líftækni frá NTNU tækniháskólanum í Þrándheimi í Noregi 2011. Samhliða námi sínu gegndi María stöðu verkefnisstjóra hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins (2005-2006) og síðar hjá Matís ohf. (2007-2012).[4] María vann nýdoktorsverkefni við segulómunarsetur Institut National de la Researche Agronomique (INRA)[5] í Theix, Saint-Genes Champanelle í Frakklandi 2011-2012. María tók við stöðu lektors við tækniháskólann DTU[6] í Kongens Lyngby í Danmörku 2013-2015 og hjá Háskóla Íslands árið 2015. María fékk framgang í stöðu dósents árið 2016 og í stöðu prófessors 2018, þá 37 ára gömul.[7] María er varaforseti Matvæla- og næringarfræðideildar.[8]

Helstu rannsóknaráherslur Maríu felast í notkun fljótlegra mæliaðferða til að meta gæði matvæla í gegnum alla virðiskeðjuna allt frá eiginleikum hráefnis til heilsuáhrifa þeirra við neyslu. Meðal gæðamæliaðferða matvæla sem María sérhæfir sig í eru ýmsar ljósgleypnimælingar (nærinnrauð, sýnileg, útfjólublá geislun), kjarnsegulherma (e. Nuclear magnetic resonace), segulómun ofl. Hún hefur haldið erindi og birt veggspjöld á alþjóðlegum vísindaráðstefnum.

María er námsbrautarstjóri fyrir grunnnám í matvælafræði við Háskóla Íslands, og tengiliður Háskóla Íslands fyrir samnorræna meistaranámið Aquatic food Production (AQFood).[9] María situr í Vísindanefnd Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, í fagráði rannsóknarsjóðs Háskóla Íslands og er varamaður í stjórn Umhverfis- og auðlindafræðideildar[10] og varamaður í stjórn Iðnaðarlíftækni[11] fyrir hönd Heilbrigðisvísindasviðs. María kennir fjölda námskeiða með áherslu á efna- og eðliseiginleika matvæla og matvælaverkfræði. María hefur leiðbeint fjölda doktors- og meistaranema.

Æska og einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Maríu eru þau Guðjón Haraldsson (f. 1952) þvagfæraskurðlæknir og Sigríður Siemsen (f. 1952) lyfjafræðingur. María á einn son, Oliver Alexandrenne (f. 2008). Bræður Maríu eru þeir Haraldur Guðjónsson (f. 1974) viðskiptafræðingur og Helgi Guðjónsson líffræðingur.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Matvæla- og næringarfræðideild, https://www.hi.is/matvaela_og_naeringarfraedideild
  2. University of California, Santa Barbara, Chemical Engineering, https://www.chemengr.ucsb.edu/
  3. Chalmers tekniska Universitet, https://www.chalmers.se/sv/utbildning/program-pa-grundniva/Sidor/Kemiteknik-med-fysik.aspx
  4. Matis ohf. Food and Biotech R&D, http://www.matis.is/
  5. Institut National de la Researche Agronomique (INRA), http://www.ara.inra.fr/
  6. National Food Institute, Technical University of Denmark (Food-DTU) https://www.food.dtu.dk/
  7. María Guðjónsdóttir prófessor, https://www.hi.is/starfsfolk/mariagu
  8. Matvæla- og næringarfræðideild. Skrifstofa og stjórn, https://www.hi.is/matvaela_og_naeringarfraedi/skrifstofa_og_stjorn
  9. Aquaatic Food Production – Safety and Quality AQFood, www.aqfood.org
  10. Umhveris- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, https://www.hi.is/umhverfis_og_audlindafraedi
  11. Iðnaðarlíftækni við Háskóla Íslands, https://www.hi.is/idnadarliftaekni

Greinar[breyta | breyta frumkóða]

  • Gudjónsdóttir M, Arason S, Rustad T. 2011. The effects of pre salting methods on water distribution and protein denaturation of dry salted and rehydrated cod – A low field NMR study. Journal of Food Engineering 104, 23-29. https://doi.org/10.1016/j.jfoodeng.2010.11.022
  • Çelebioğlu, HY, Gudjónsdóttir M, Meier S, Duus JØ, Lee S, Chronakis IS. 2015. Spectroscopic studies of the interactions between β-lactoglobulin and bovine submaxillary mucin. Food Hydrocolloids 50, 203-210. https://doi.org/10.1016/j.foodhyd.2015.04.026
  • Gudjónsdóttir M, Gacutan Jr. MD, Mendes AC, Chronakis IS, Jespersen L, Karlsson AH. 2015. Effects of electrospun chitosan wrapping for dry-ageing of beef, as studied by microbiological, physicochemical and low-field Nuclear Magnetic Resonance analysis. Food Chemistry 184, 167-175. https://doi.org/10.1016/j.foodchem.2015.03.088
  • Gudjónsdóttir M, Traoré A, Jónsson Á, Karlsdóttir MG, Arason S. 2015. The effects of pre-salting methods on salt and water distribution of heavily salted cod, as analyzed by 1H and 23Na MRI, 23Na NMR, low-field NMR and physicochemical analysis. Food Chemistry 188, 664-672. https://doi.org/10.1016/j.foodchem.2015.05.060
  • Boakye AA, Gudjónsdóttir M, Skytte JL, Chronakis IS, Wireko-Manu FD, Oduro I. 2017. Characteristics of Xanthosoma sagittifolium roots during cooking, using physicochemical analysis, uniaxial compression, multispectral imaging and low field NMR spectroscopy. Journal of Food Science and Technology, 54 (9), 2670-2683. First published online: https://link.springer.com/article/10.1007%2Fs13197-017-2704-7 (DOI: 10.1007/s13197-017-2704-7)
  • Gudjónsdóttir M, Romotowska PE, Karlsdóttir MG, Arason S. 2019. Low field Nuclear Magnetic Resonance and multivariate analysis for prediction of physicochemical characteristics of Atlantic mackerel as affected by season of catch, freezing method, and frozen storage duration. Food Research International, 116, 471-482. First available online August 21st 2018. https://doi.org/10.1016/j.foodres.2018.08.063
  • Gudjónsdóttir M. Napitupulu RJ, Petty Kristinsson HT. 2019. Low field NMR for quality monitoring of 3D printed surimi from cod-by-products: Effects of the pH-shift method compared with conventional washing. Magnetic Resonance in Chemistry, First published online February 21st 2019: https://doi.org/10.1002/mrc.4855

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]