Fara í innihald

Mía litla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mía litla í skemmtigarðinum, Múmínheimur í Naantali, Finnlandi.

Mía litla (s. Lilla My f. Pikku Myy) er persóna í Múmínálfunum eftir finnlandssænska rithöfundinn og teiknarann Tove Jansson.

Hún býr í Múmínhúsinu með Múmínfjölskyldunni og kom fyrst fram í bókinni Minningar Múmínpabba (Muminpappans bravader / Muminpappans memoarer) árið 1950. Hún á 11 systkini, eina stóra systur, Mimlu, sem á að passa hana og hefur eilíflega áhyggjur af henni. Auk þess 10 lítil systkini sem eru álíka ólátabelgir og hún sjálf. Mía litla er stjórnsöm, forvitin og oft frek. Hún er oft á tíðum mjög stríðin og hefur sérstaklega gaman af því að stríða Snabba sem í einfeldni sinni liggur oft vel við höggi. Hún er þó umfram allt góður vinur þegar vinir hennar þurfa á því að halda. Tove sagði að Mía litla væri að mikluleiti byggð á henni sjálfri sem barni og er hún sú persóna sagnanna sem nýtur einna mestra vinsælda. Miklar vinsældir Míu litlu má glögt sjá á því að í Svíþjóð hafa 7.600 stúlkur verið nefndar My (sænska nafn Míu) eftir henni.

Persónuleiki

[breyta | breyta frumkóða]

Mía litla er mjög hrjúf og ákveðin persóna. Henni tekst nær alltaf að sannfæra fólk og fá það á sitt band í samtölum, sem oftar en ekki endar með ósköpum en ekki alltaf því stundum eru harkalegustu aðferðirnar þær áhrifaríkustu. Hún er orðfá í rökræðum og samtölum, spilar frekar inn á tilfinningar bæði sinna og viðmælenda, en beita rökfræði eða skynsemi. Hvatvísi er eiginlega mottó hennar.

Í bókunum um Múmínálfana

[breyta | breyta frumkóða]

Mía litla er í eftirfarandi bókum um Múmínálfana.

Minningar Múmínpabba — Mía litla fæddist á Jónsmessunótt þegar Múmínpabbi var ennþá ungur og er minnst sem minnstu og yngstu dóttur Mimlu. Í rauninni var hún svo lítil að hún varla sást. Hún spilar ekki stóra rullu í þessarri bók en sínir þó eitt og eitt prakkarastrik.

Örlaganóttin — Í þessarri bók hefur Mía litla stækkað það mikið að vera orðin virkur þátttakandi í söguþræði bókarinnar þótt hún sé ennþá það lítil að Snúður ber hana í vasa sér.

Vetrarundur í Múmíndal — Mía litla er eina persónan utan Múmínsnáðanns sem vaknar af vetrardvalanum og nær að upplifa veturinn. Ólíkt honum elskar hún þennan ískalda heim og alla þá möguleika sem hann gefur til að lifa og leika sér. Þótt það verði henni næstum að aldurstilla þegar hún horfist djörf í augu Ísdrottningarinnar sem fristir hana en Múmínsnáðanum og Tikka tú tekst að afþíða hana og bjarga henni.

Ósýnilega barnið og aðrar sögur — er í rauninninni smásagnasafn og kemur Mía litla fyrir í þrem þeirra.

Eyja Múmínpabba — Mía litla fer með Múmínfjölskildunni út í eyjuna með vitanum og spilar stóra rullu í sögunni. Eins og oft áður er hún eina persónan sem tekur þessu nýja lífi fagnandi og finnur alltaf eitthvað nýtt og spennandi í þessarri veröld sem vitin og eyjan er þótt öllum öðrum fjölskildumeðlimum reynist eyjadvölin erfið, utan Múmínpabba.