Málamyndagerningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Málamyndagerningur í lögfræði er löggerningur sem er gerður með þeim hætti að framkvæmdin eða réttaráhrifin eiga að vera önnur en almennt á að vera kunnugt. Dæmi um slíkt er að aðilar geri skriflegan löggerning með það í huga að framkvæma hann alls ekki eða með öðrum hætti en á honum stendur, eins og ef fasteign væri keypt á háu verði á pappír til málamynda þegar báðir aðilar semji munnlega um að hin raunverulega upphæð sé lægri eða sett séu skilyrði í kaupsamninginn sem hvorugur aðilinn ætlast til þess að séu í raun framkvæmd. Stundum er málamyndagerningum beitt til þess að komast undan fyrirmælum í lögum eða samningi sem gætu haft neikvæð áhrif á löggerninginn að mati samningsaðila, svo sem til að letja handhafa forkaupsréttar frá því ganga inn í kaupsamning eða greiða lægri skatta vegna viðskipta.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.