Lubok

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mýsnar jarða köttinn, lubok mynd frá um 1725.

Lubok eða lubti er rússneskt fjölprent og alþýðulist sem einkennist af einföldum teikningum og myndskreyttum sögum sem sóttar eru í bókmenntir, trú og vinsælar flökkusögur. Lubti var notað sem skraut í húsum og krám. Elstu lubok voru tréristur. Stundum voru myndskreytingar með textum í tímaröð og eru þannig lubok undanfarar teiknimyndasögu nútímans. Rússneska orðið lubok kemur frá lub en það voru sértök spjöld sem myndirnar voru prentaðar á. Rússneskt lubki urðu vinsæl á seinni helmingi 18. aldar. Þau voru seld á markaðstorgum og voru ódýr leið fyrir alþýðufólk til að prýða heimili sín með fjöldaframleiddri list.

Dæmi um lubok[breyta | breyta frumkóða]