Fara í innihald

Lokað hverfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Paradise Village Grand Marina Villas í Nayarit í Mexíkó.

Lokað hverfi, afgirt hverfi, vaktað hverfi, einkahverfi eða öruggt hverfi er hverfi, hverfahluti eða klasahús þar sem allri umferð inn á svæðið er stýrt um vaktað hlið. Hverfið er þá oft umgirt veggjum, girðingum eða síkjum til að hindra aðgang annars staðar. Lokuð hverfi eru yfirleitt íbúðahverfi með afmörkuðum sameiginlegum svæðum, almenningsgörðum, sundlaug, íþróttaaðstöðu og fleiru.

Vöktun slíkra hverfa er yfirleitt í höndum öryggisfyrirtækja. Með auknu öryggi er ætlunin að höfða til betur stæðra kaupenda, útlendinga, fólks sem er mikið fjarverandi frá eigninni, barnafólks og/eða aldraðra. Slíkar eignir hafa sérstakt aðdráttarafl á svæðum þar sem er mikið um glæpi.

Til eru dæmi um stór lokuð hverfi sem innihalda atvinnuhúsnæði, eins og Alphaville í São Paulo í Brasilíu. Eins eru til dæmi um lokuð hverfi sem ætlað er að halda fólki inni, eins og sérstök hverfi fyrir farandverkafólk í Kína, eða þar sem aðrar reglur gilda fyrir tímabundna íbúa en heimafólk eins og í Sádí-Arabíu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.