Les Paul
Útlit
Lester William Polsfuss, þekktur sem Les Paul (fæddur 9. júní 1915 í Waukesha, Wisconsin, lést 13. ágúst 2009 í White Plains, New York) var bandarískur tónlistarmaður og uppfinningamaður. Hann þróaði rafmagnsgítara sem nutu mikilla vinsælda og margir rokktónlistarmenn tóku ástfóstri við.[1] Hann var jafnframt áhrifamikill í hljóðritun og er einn upphafsmanna hljóðsetningar.
Hann var 94 ára gamall þegar hann dó úr lungnabólgu.[2]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. október 2007. Sótt 20. október 2007.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. ágúst 2009. Sótt 14. ágúst 2009.