Landupplýsingar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Landupplýsingar[1]: Gögn og upplýsingar sem tengjast stað á, í eða yfir jörðu, hvort heldur með hnitum eða auðkenni, t.d. staðfang eða póstnúmer.

"Landupplýsingar lýsa hlutum; staðsetningu, afmörkun og eiginleikum t.d. staðsetningu mannvirkja eða lögun landfræðilegra fyrirbæra eins og skóga, lóða, vatna, vega eða landsvæða. Þær er hægt að tengja við staðsetningu (skilgreint sem punktur, lína, svæði eða magn) á jörðinni, einkum upplýsingar um náttúrufyrirbæri og menningu.

Staðsetningargögnin geta verið tiltekin hnit eða staðsetning með minni nákvæmni eins og ákveðin svæði. Landupplýsingakerfi halda utan um landupplýsingar. Þar er hægt að geyma gögn og breyta, tengja saman og setja fram á myndrænan hátt til að sjá samhengi eða tengsl á milli upplýsinga út frá tiltekinni staðsetningu, t.d samband á milli jarðvegsrofs, gróðurfars og landslags t.d. halla lands og hæðar yfir sjó.

Mismunandi “þekjur” af gögnum, frá sama svæði, er hægt að leggja hverja yfir aðra tengja saman upplýsingar af þeim og vinna með á marga vegu. Við þannig samtengingu eykst gildi upplýsinganna mikið."[2][3].

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

http://www.landupplysingar.is

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Lög nr. 44 10. maí 2011. http://www.althingi.is/altext/stjt/2011.044.html
  2. Landgræðsla ríkisins, http://www.land.is/landupplysingar
  3. LÍSA samtök um landupplýsingar á Íslandi http://landupplysingar.is