Landfræði fjölmiðla og samskipta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alþjóðlegt símasamband. Úr símatímaritinu Bell árið 1922.
Þéttleiki farsímamastra árið 2013.

Landfræði fjölmiðla og samskipta er þverfaglegur rannsóknarvettvangur sem leiðir saman mannvistarlandfræði, fjölmiðlafræði og samskiptafræði (e.: communication theory). Rannsóknir á landfræði fjölmiðla og samskipti snúast um hvernig samskipti og kerfin sem þau byggjast á, bæði móta og mótast af landfræðilegum mynstri og ferlum. Tekist er á við mismunandi samskiptahætti eftir landsvæðum, þar á meðal hvernig ný tækni opnar fyrir nýjar samskiptaleiðir á alþjóðlegvísu.[1]

Samantekt[breyta | breyta frumkóða]

Landfræði fjölmiðla og samskipta er rannsóknarvettvangur sem nær til margvíslegra samskiptahátta. Eitt atriði er skipulag samskiptakerfa frá borgum til jarðarinnar í heild. Nátengd því er mismunandi aðgangur að samskiptakerfum frá einum stað til annars. Áhersla á það hvernig staðirnir eru mismunandi varðandi aðgang að samskiptum, tengist áhuga á breytingum sem verða þegar nýir fjölmiðlar ná til þeirra. Skoðað er hvernig staðir birtast í mismunandi fjölmiðlum. Til dæmis myndir af staðalímyndar (e.: idillic) sólarströndum í ferðaþjónustuauglýsingum eða textalýsingar á stríðssvæðum í dagblöðum. Einnig er skoðað hvernig fólk byggir um margvíslegan veruleika með því að tengjast fjarlægum stöðum með nýrri tækni.[2]

Á þessu sviði er velt upp spurningum um áhrif fjölmiðla á félagsmótun og menningu, svo sem hvernig fjölmiðlar hafa áhrif á borgaravitund[3] á mismunandi svæðum. Aðgreiningin á milli opinbers lífs og einkalífs hefur einnig áhrif og á sér landfræðilega tilvísun í opinber svæði og einkalífssvæði. [4] Landfræðingar hafa sérstakan áhuga á hvernig svæði og staðir birtast sjónrænan hátt á ljósmyndum, í kvikmyndum og í grafití. Einnig hljóðrænan hátt svo sem í dansi og tölvuleikjum. .

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Menningarsvæð malajo-pólýnesískum[5] tungumálum

Landfræðilegur áhugi á samskiptum má rekja til skrifa landfræðingsins Richard Hartshorne á fjórða áratugnum.[6] Hartshorne taldi tungumálið vera lykilatriði við afmörkun menningarsvæða. Á sjötta og sjöunda áratugnum fóru landfræðingar að skoða gagnvirk tengsl staða og þar á meðal samskipti. Á því sviði voru leiðandi landfræðingar með áherslu á megindlegar rannsóknir sem útskýrðu flæði upplýsinga milli staða út frá minnkandi heimi með hraðari og auðveldari samskiptaaðferðum(e.: time-space convergence" and "human extensibility). [7] [8] Það var ekki fyrr en á áttunda áratugnum sem landfræðingar fóru að skoða innihald samskipta, svo sem tákn, framsetningu, myndhverfingu, táknfræði og umræðu. Þetta gerðist þegar landfræðingar fóru að nýta sér greinar eins og húmanisma, fyrirbærafræði og túlkunarfræði. Á níunda áratugnum breyttist þessi áhersla vegna pælinga á merkingu hugtaksins landslag.[9][10] Landfræðingar sem rannsaka samskipti undanfarna tvo áratugi hafa bætt við þessi rannsóknarsvið með því að líta til fyrri áherslna á mikilvægi samskipta við myndun svæða, hraða upplýsingaflæðis sem mælikvarða á samskipti og tengsl milli landslagsins og framsetningar. [11][12] Nýjar kenningar hafa svo enn aukið fjölbreytileikann. Einnig mikilvægi tengsla stafræna þátta við rými eða svæði [13].

Þróun landfræði samskipta[breyta | breyta frumkóða]

Samskipti eru með mismunandi hætti eftir stöðum og hafa þróast í tímans rás. Í þróuðum ríkjum hefur staðbundið upplýsingafæði einkum verið í gegnum dagblöð og aðra prentmiðla. [14] Á mörgum sviðum, svo sem ef ógn steðjar að, eru blöð ekki besta leið til miðlunar og samskipta. Á þeim sviðum og öðrum hefur vegur samfélagsmiðla farið vaxandi.

Þróun samfélagsmiðla[breyta | breyta frumkóða]

Umfang tungumála á samfélagsmiðlum.

Milliliðalaus samskipti samfélagsmiðlar hafa breytt samskiptum og þar með landfræði þeirra. Hægt er að nýta gögn sem verða til í gegnum þá til að skoða staðbundin og alþjóðleg samskipti og hvernig þau eru mismunandi á milli svæða.[15]


  1. Bose, Pablo S. (1. febrúar 2011). „A Review of "Geographies of Media and Communication". The Professional Geographer. 63 (1): 145–146. doi:10.1080/00330124.2010.536461. ISSN 0033-0124.
  2. Crang, Mike; Crang, Phil; May, Jon (1999). Virtual Geographies: Bodies, Space and Relations. London: Routledge.
  3. Ólafur Páll Jónsson (febrúar 2021). „Hvað er borgaravitund“. Vísindavefurinn. Sótt nóvember 2023.
  4. Sheller, Mimi; Urry, John (2003). „Mobile transformations of 'public' and 'private' life“. Theory, Culture & Society. 20: 107-125. doi:10.1177/02632764030203007.
  5. Lars Bergquist (1987). Lönd og lífheimur. Atlas AB. Almenna bókafélagið. bls. 200.
  6. Hartshorne, Richard (1939). The nature of geography: A critical survey of current thought in the light of the past. Annals of the Association of American Geographers.
  7. Janelle, Donald G. (1968). „Central Place Development in a Time‐Space Framework“. Professional Geographer. 20: 5–10. doi:10.1111/j.0033-0124.1968.00005.x.
  8. Janelle, Donald G. (1973). „Measuring human extensibility in a shrinking world“. Journal of Geography. 72: 8–15. doi:10.1080/00221347308981301.
  9. Tuan, Yi-Fu (1977). Space and Place: The Perspective of Experience. Minneapolis: University of Minnesota Press.
  10. Barnes, Trevor J.; Duncan, James S. (2013). Writing Worlds: Discourse, Text and Metaphor in the Representation of Landscape. London: Routledge.
  11. Murdoch, Jonathan (1998). „The spaces of actor-network theory“. Geoforum. 29: 357–374. doi:10.1016/S0016-7185(98)00011-6.
  12. Thrift, Nigel (2008). Non-representational Theory: Space, Politics, Affect. London and New York: Routledge.
  13. Kitchin, Rob; Dodge, Martin (2011). Code/Space: Software and Everyday Life. Cambridge, Massachusetts: MIT Press.
  14. Wakefield, Sarah E. L.; Elliott, Susan J. (1. maí 2003). „Constructing the News: The Role of Local Newspapers in Environmental Risk Communication“. The Professional Geographer. 55 (2): 216–226. doi:10.1111/0033-0124.5502009. ISSN 0033-0124.
  15. Gong, Xi; Lane, K. Maria D. (2. apríl 2020). „Institutional Twitter Usage among U.S. Geography Departments“. The Professional Geographer. 72 (2): 219–237. doi:10.1080/00330124.2019.1653770. ISSN 0033-0124.