Krossfiskar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Krossfiskar eða sæstjörnur
„Asteroidea“ úr Kunstformen der Natur eftir Ernst Haeckel frá 1904
„Asteroidea“ úr Kunstformen der Natur eftir Ernst Haeckel frá 1904
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Skrápdýr (Echinodermata)
Undirfylking: Asterozoa
Flokkur: Krossfiskar (Asteroidea)
Ættir[1]

Krossfiskar eða sæstjörnur (fræðiheiti Asteroidea) eru dýr sem tilheyra fylkingu skrápdýra en innan þeirrar fylkingar eru meðal annars ígulker, sæstjörnur og sæbjúgu. Flestir krossfiskar eru afræningjar og veiða botnföst dýr eða ýmis hægfara dýr svo sem ostrur og skeljar.

Það eru um 1.800 þekktar núlifandi tegundir krossfiska og þær finnast í öllum höfum heimsins.

Uppbygging[breyta]

Þverskurðarmynd af stórkrossa (Asterias rubens).
1. Ambulacral smábein og ampullae
2. Madreporite
3. Steingangur
4. Pyloric caecae
5. Endaþarmskirtlar
6. Kynkirtlar
Astropecten lorioli - A tegundir Júra.

Krossfiskar hafa tvo maga. Annar maginn er fyrir meltingu en hinn getur verið utan á krossfiskinum og umlukið og melt bráðina. Þetta gerir krossfiski kleift að veiða bráð sem er mun stærri en munnur dýrsins gæti gleypt. Armar krossfisksins geta vaxið aftur og nýr krossfiskur getur orðið til úr einum armi. Þeir hafa vanalega fimm arma en þeir geta verið fleiri eða færri.

Fjölgun[breyta]

Krossfiskur getur fjölgað sér bæði með kynæxlun og kynlausri æxlun. Einstakir krossfiskar eru annað hvort karlkyns eða kvenkyns. Frjóvgun verður utan líkamans og bæði karldýr og kvendýr leysa kynfrumur sínar út í umhverfið. Frjóvguð fóstur verða svo hluti af dýrasvifi.

Sumar tegundir krossfiska fjölga sér með skiptingu, oftast þannig að hluti af armi dettur af og þroskast í annan krossfisk. Armur krossfisks getur ekki þroskast í annan einstakling nema hluti af miðhring krossfisksins fylgi með.

þverskurður af krossfisk

Neðanmálsgreinar[breyta]

  1. „Asterozoa: Fossil groups“, skoðað þann 12. mars 2008.

Tenglar[breyta]