Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar
Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar | |||
Fullt nafn | Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar | ||
Gælunafn/nöfn | Gullkálfarnir | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | Reyðarfjörður | ||
Stofnað | 2007 | ||
Leikvöllur | Fjarðabyggðarhöllin | ||
Stærð | 400 (allt í sæti) | ||
Stjórnarformaður | Ólafur Kristinn Kristínarson | ||
Knattspyrnustjóri | Þórður Vilberg Guðmundsson | ||
Deild | Bikarkeppni UÍA | ||
2008 | 5. sæti | ||
|
Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar er íþróttafélag frá Reyðarfirði, stofnað 2007. Félagið leikur í utandeild Austurlands, Bikarkeppni UÍA (Malarvinnslubikarnum).
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Þó Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar sé stofnað árið 2007 nær saga félagsins aftur til ársins 2006 þegar það hóf starfsemi. Það ár spilaði liðið undir merkjum Súlunnar frá Stöðvarfirði og lék á Stöðvarfjarðarvelli. Gengi liðsins var undir væntingum og endaði liðið í 6.sæti af 6 liðum í B-riðli Malarvinnslubikarsins, með 7 stig úr 10 leikjum.
Í mars 2007 var félagið formlega stofnað og lék undir eigin nafni í Malarvinnslubikarnum það sumar. Árangur liðsins var góður og endaði liðið í 3.sæti af 9.liðum í keppninni með 16 stig úr 8 leikjum og markatöluna +25 (37-12). Reyndar sigraði liðið líka Vetrarbruna frá Djúpavogi 3-0 í 2.umferð keppninnar en þau úrslit voru ógild þegar Vetrarbruni sagði sig úr keppni.
Árið 2008 skráði félagið sig til leiks í 3.deild karla. Eftir slakt gengi á undirbúningstímabilinu dróg félagið umsókn sína til baka og hélt áfram þáttöku sinni í Malarvinnslubikarnum. Þar var gengið ekki sem skildi og endaði liðið í 5.sæti af 6 liðum með 13 stig úr 10 leikjum. Eins undarlega og það kann að hljóma var Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar eina félagið í keppninni sem lék alla sína leiki það árið, en það helgast af því að Dýnamó Höfn sagði sig úr keppni áður en tímabilinu lauk.
Þetta sama ár tók félagið einnig í fyrsta skipti þátt í VISA-bikarnum þar sem liðið sigraði Boltafélag Norðfjarðar í 1.umferð en datt út gegn Fjarðabyggð í 2.umferð.
Stjórn og Starfsfólk
[breyta | breyta frumkóða]Ólafur Kristinn Kristínarson hefur verið formaður félagsins frá upphafi. Kjartan Bragi Valgeirsson var þjálfari félagsins tímabilið 2006 en Konráð Þór Vilhjálmsson 2007 og 2008. Á haustdögum 2008 tók Þórður Vilberg Guðmundsson svo við starfinu.
Núverandi stjórn félagsins er svo skipuð:
- Formaður: Ólafur Kristinn Kristínarson
- Gjaldkeri: Einar Örn Hallgríms
- Aðalritari: Páll Jóhannesson
- Framkvæmdastjóri: Kjartan Bragi Valgeirsson
- Dómsmálaráðherra: Atli Már Sigmarsson
- Knattspyrnustjóri: Þórður Vilberg Guðmundsson
Leikmannahópur 2008
[breyta | breyta frumkóða]Tölfræði
[breyta | breyta frumkóða]- Stærstu deildarsigrar: 0-17 gegn KF. Fjarðaál 1. ágúst 2007
- 6-0 gegn 06.Apríl 25. júní 2006 (sem Súlan)
- 2-7 gegn 06.Apríl 16. júlí 2006 (sem Súlan)
- 1-6 gegn Umf. Þristur 23.júní 2008
- Stærsti heimasigur: 6-0 gegn 06.Apríl 25. júní 2006 (sem Súlan)
- Stærsti útisigur: 0-17 gegn KF. Fjarðaál 1. ágúst 2007
- Stærstu deildartöp: 1-6 gegn UMFB 2008
- 2-5 gegn Höttur B 2007
- 2-5 gegn Boltafélag Norðfjarðar 2008
- Fljótastur til þess að skora mark: Alexander Freyr Sigurðsson 2007 70 sek gegn HRV
- Flestir Deildarleikir: 25, Kjartan Bragi Valgeirsson
- Flest deildarmörk: 14, Ævar Valgeirsson
- Flest deildarmörk á einu tímabili: 9,Ævar Valgeirsson , 2006
- Flest mörk skoruð í einum leik: 4, Ævar Valgeirsson gegn KF. Fjarðaál 1. ágúst 2007
- Flest mörk skoruð á tímabili (lið): 37, 2007
- Fæst mörk skoruð á tímabili (lið) : 23, 2006 (Súlan)
- Flest mörk fengin á sig á tímabili (lið) : 27, 2008
- Fæst mörk fengin á sig á tímabili (lið) : 12, 2007
- Flest stig á tímabili: 15 - 8 leikir 2007
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða Félagsins
- Eldri síða félagsins Geymt 19 janúar 2008 í Wayback Machine
- Heimasíða Súlunnar Geymt 17 október 2007 í Wayback Machine