Kjölfestufjárfestir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kjölfestufjárfestir er fjárfestir í fyrirtæki (t.d. banka) sem á fjármagn til að eignast ráðandi hluta í því. Að loknum kaupum eignast kjölfestufjárfestir mjög virkan hluta í fyrirtækinu og ræður því töluverðu um stjórnun þess. Hugtakið varð til á Íslandi um 1999, þegar umræður hófust um einkavæðingu bankana. Hugtakið hefur þó verið á reiki, enda misjafnt hvað menn eiga við með kjölfestu í eignarprósentum talið, þó allir viti hvað fjárfestir er. Í júní árið 2001, lýsti t.d. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, kjölfestufjárfestum með þessum orðum: „Með kjölfestufjárfesti í almennri umræðu er átt við aðila, sem á umtalsverðan virkan eignarhlut í banka en ekki ráðandi hlut. Þannig samrýmist slík aðild markmiðinu um dreifða eignaraðild.“ [1] Í Kastljósi þann 9. febrúar 2010 sagði Hróbjartur Jónatansson lögmaður, að kjölfestufjárfestir gæti reynst eitrað fyrirbæri, og átti þá við þá skuggastjórn sem starfar í nafni meirihlutaeignar getur stjórnað án þess að vera í stjórn fyrirtækis og haft boðvald sem auðvelt er að misnota. [2]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sala Landsbankans; leiðari í Morgunblaðinu 2001
  2. Kastljós 9. feb 2010; RÚV.is[óvirkur tengill]
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.