Kilimanjaro

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kibotindur sem er aðalgígur Kilimanjaro.
Kort sem sýnir hæðarmun á Kilimanjaro og nágrenni

Kilimanjaro er fjall í Tansaníu. Á því er hæsti tindur Afríku, Uhurutindur, sem er 5.895 metra hár. Kilimanjaro er virkt eldfjall. Umhverfis fjallið er 753 km² þjóðgarður, Kilimanjaroþjóðgarðurinn, sem opnaði 1977. Upprunalega átti Viktoría Englandsdrottning Kilimanjaro vegna þess að þá var fjallið í Keníu en hún gaf fjallið til Þýska keisarans í afmælisgjöf svo landamærin breyttust. Þess vegna er fjallið nú í Tansaníu sem Þýski keisarinn átti en ekki í Keníu.

Kilimanjaro er vinsæll staður meðal ferðamanna og það eru 6 leiðir á toppinn: Lemosho, Machame, Marangu, Umbwe, Rongai og Northern Circuit. Þær eru mismunandi á lengd. Lengri leið er best fyrir byrjendur, því þá er auðveldara að aðlagast loftslaginu.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.