Kendall Jenner
Kendall Jenner | |
---|---|
Fædd | Kendall Nicole Jenner 3. nóvember 1995 |
Störf | fyrirsæta |
Þekkt fyrir | Raunveruleikaþáttinn Keeping Up with the Kardashians |
Hæð | 1,79 |
Foreldrar | Kris Jenner Caitlyn Jenner |
Kendall Jenner (fædd 3. nóvember 1995) er fyrirsæta og er í raunveruleikaþáttum á Keeping Up With The Kardashians á E!
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Kendall Jenner er elsta sameiginlega dóttir Bruce Jenner og Kris Jenner. Hún á yngri alsystur, Kylie Jenner. Hún á einig fjórar eldri hálfsystur, Casey Jenner, Kourtney Kardashian, Kim Kardashian og Khloé Kardashian. Einnig á hún fjóra eldri hálfbræður, Burton Jenner, Brandon Jenner, Brody Jenner og Rob Kardashian. Miðnafn hennar Nicole er í höfuðið á guðmóður hennar, Nicole Brown Simpson. Kendall gekk í einkaskóla, Sierra Canyon High School í Chatsworth með yngri systur sinni Kylie. Hún var einnig í klappstýruliðinu þar. Kendall byrjaði sem fyrirsæta 14 ára gömul og fyrsta takan hennar var fyrir línuna: Forever 21. Hún hefur einnig unnið fyrirsætustörf fyrir Nordstrom og Lucca Couture.
Fyrirsætuferill
[breyta | breyta frumkóða]Kendall er með samning við Wilhelmina Models sem unglingsfyrirsæta. Hún sat fyrir hjá Forever 21 og sýndi línu þeirra „Twist“, sem kom í janúar 2010. Kendall vann einnig fyrirsætustarf fyrir Luca Couture. Í maí 2010 kom hún fyrir í blaðinu Teen Vogue og svo í mars 2010 kom hún fram í blaðinu Paper Magazine með systur sinni Kyle Jenner. Kendall kom fram sem fyrirsæta á tískuvikunni i New York þegar Marc Jacobs sýndi haust- og vetrarlínu sína 2014
Sjónvarpsferill
[breyta | breyta frumkóða]- Keeping Up With The Kardashians - Hún sjálf
- # E! True Hollywood Story - Hún sjálf
- Kourtney and Khloé Take Miami - Hún sjálf
- LA Prep - Hún sjálf
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Kendall Jennar“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 16. nóvember 2010.