Kærleiksreglan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kærleiksreglan eða örlætisreglan er aðferð í heimspeki til þess að skilja afstöðu viðmælanda betur. Reglan er til í ýmsum útgáfum og kveður almennasta snið hennar á um að ætla viðmælanda þínum eins góðan málstað og kostur er, í ljósi þess sem hann segir.[1] Markmið reglunnar er að forðast rangtúlkanir og að gera öðrum upp skoðanir eða rökvillur ef möguleiki er fyrir hendi að túlka orð viðmælandans á samheldinn og rökrænan hátt.

Dæmi um skilgreiningar[breyta | breyta frumkóða]

Reglan var fyrst sett fram formlega 1958-59 af Neil L. Wilson. Regluna setur hann fram sem svar við spurningunni: Ef viðmælandi þinn vísar til einstaklings með eiginnafni, hvernig er best að átta sig á því nákvæmlega hver einstaklingurinn sé sem viðmælandi þinn er að vísa til?

Dæmi sem Neil tekur er um viðmælanda sem fullyrðir fimm staðhæfingar um "Caesar":

(1) Caesar hertók Gallíu.
(2) Caesar byggði brú yfir Rínarfljót.
(3) Caesar var myrtur 15. mars.
(4) Caesar notaði torkennilegar setningargerðir.
(5) Caesar var kvæntur Boudica.[2]

Samkvæmt örlætisreglu Neil er "Caesar" sá einstaklingur sem samsvarar flestum fullyrðingunum, og er því væntanlega Júlíus Caesar sem uppfyllir fyrstu fjögur skilyrðin.[3]

Donald Davidson hefur sett regluna í annað form (sem byggir m.a. á fyrri útfærslum Quine). Davidson segir að við leggjum mestan skilning í orð og hugsanir annarra þegar við túlkum þau á þann veg sem bestar samskilning okkar (e. optimises agreement). Það er, að er við leggjum þann skilning í orð viðmælanda okkar sem samræmist mest okkar eigin skilningi og þekkingu, leiðir það okkur fyrir vikið til þess að við ætlum viðmælanda okkar sem oftast sannar skoðanir, ef möguleiki er á því.[4]

Skýringar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Normand Baillargeon: Intellectual Self-Defense. Seven Stories Press 2007, p. 78
  2. The Review of Metaphysics. {{cite journal}}: |title= vantar (hjálp)
  3. Wilson, N. L. "Substances without Substrata." The Review of Metaphysics 12, no. 4 (1959): 521-39. http://www.jstor.org/stable/20123725.
  4. Malpas, Jeff, "Donald Davidson", The Stanford Encyclopedia of Philosophy (Haustútgáfa 2015), Edward N. Zalta (ed.), https://plato.stanford.edu/archives/fall2015/entries/davidson/