Kálfafellsdalur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kálfafellsdalur.

Kálfafellsdalur er um 14 km langur dalur í Suðursveit, vestan við Jökulsá á Breiðamerkursandi. Skriðjökullinn Brókarjökull er innst inni í honum. Há fjöll eru beggja vegna hans og hæst eru Þverártindsegg, 1554 metrar.

Í mynni dalsins er Steinasandur (hnit: 64°10′0″N 15°55′56″V / 64.16667°N 15.93222°V / 64.16667; -15.93222), sléttlendi milli Kálfafells og Steinafjalls í Austur-Skaftafellssýslu. Hann er um 25 km² að stærð. Um Steinasand falla Steinavötn. Um 1960 var farið að rækta sandana og sáð í Steinasand, Breiðamerkursand og Kolgrímusand.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu II.bindi bls. 132-133, Bókaútgáfa Guðjónsó, 1972

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Kálfafellsdalur - Iceland road guide Geymt 12 júní 2020 í Wayback Machine