Jurtir sem stráð var á gólf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jurtir sem stráð var á gólf voru ilmjurtir, sótthreinsunarjurtir eða jurtir sem fældu burt skordýr. Algengt var að nota slíkar jurtir í Englandi allt frá miðöldum til 18. aldar. Það tíðkaðist að strá ilmjurtum ásamt hálmi og stráum á gólf þannig að jurtirnar gáfu frá sér ilm þegar gengið var um gólfin. Tilteknum jurtum var einnig stráð á gólf til að fæla frá flær. Í klaustrum miðalda í Englandi var jurtum stráð á á gólf í svefnálmum og s einu sinni til tvisvar á ári var skipt um jurtir og gólfin sópuð.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Greinin Strewing herbs á ensku Wikipedia.