Jordan Spieth
Útlit
Jordan Alexander Spieth (f. 27. júlí 1993) er Bandarískur atvinnumaður í golfi og spilar á PGA mótaröðinni. Hann er númer eitt í heiminum samkvæmt Official World Golf Ranking í 45. viku 2015. Hann hefur unnið bæði Masters og Opna Bandaríska meistaramótið á þessu ári. Hann vann einnig Fedex stigalistann.
Fyrsta risamótið sem Jordan vann var Masters 2015 og þénaði hann 1,8 milljónir dollara á því. Hann lék á 270 höggum eða 18 höggum undir pari vallarins og sló þar með met Tiger Woods sem yngsti sigurvegari á Masters. Hann vann líka Opna Bandaríska 2015 á 5 höggum undir pari vallarins og er hann yngsti sigurvegarinn og sló þar með met Bobby Jones frá 1923. Hann fullkomnaði svo tímabilið með sigri á Tour Championship og þar með Fredex cup.