Johann Heinrich von Thünen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Johann Heinrich Von Thünen

Johann Heinrich von Thünen (24. júní 1783 – 22. september 1850) var þýskur hagfærðingur og búfræðingur. Hann er talinn einn af fyrirrennurum nýklassískrar hagfræði, en hann var einn af þeim fyrstu til að setja fram heilstæða kenningu um minnkandi jaðaframleiðni. Hann er sömu leiðis einn af frumherjum landfræðilegrar hagfræði (e. spatial economics).

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Thünen stundaði nám í Lucas Andreas Staudinger háskólanum og landbúnarðarháskólanum í Celle. Hann bjó stærastan hlut ævi sinnar á sveitasetri sínu í Mecklenburg. Thünen hélt nákvæma reikninga yfir allan rekstur setursins, og byggði því kenningar sínar ekki aðeins á fræðilegum grunni, heldur einnig eigin reynslu og ítarlegum tölfræðilegum gögnum. Thünen byrjaði að safna gögnum árið 1810.

Framlög til hagfræði[breyta | breyta frumkóða]

Thünen er þekktastur fyrir Der isolirte Staat (e. The Isolated State) þar sem hann greinir efnahagsstarfsemi með því að ímynda sér hagkerfið sem bæ sem er umkringdur landbúnaðarhéruðum. Íbúar bæjarins framleiða iðnvörur sem eru seldar í sveitunum, sem framleiða allan mat og hráefni sem eru seld til bæjarins. Fyrsta bindið kom út 1826 og seinna bindið árið 1850.

Thünen-hringir[breyta | breyta frumkóða]

Meðal mikilvægustu framlaga Thünen eru svokallaðir Thünen-hringir. Thünen spurði hvað stýrði því hvar framleiðsla væri staðsett, og hvernig mismunandi efnahagsstarfsemi raðaðist niður. Thünen gaf sér sex forsendur:

  • Einn markaður er staðsettur í miðjunni á hagkerfinu.
  • Hagkerfið er einangrað og umkringt óbyggðum.
  • Engir farartálmar eru á landinu sem er alveg flatt og hefur engar ár eða fjöll.
  • Jarðvegur og loftslag er eins allstaðar.
  • Bændur flytja eigin vörur á markað. Það eru engir vegir.
  • Bændur haga sér skynsamlega og reyna að hámarka hagnað.
Thünen-hringir í einangruðu hagkerfi. Markaðurinn er í miðju, en ólík framleiðsla raðast í hringi út frá heildarkostnaði við framleiðslu.

Líkanið fer yfir sambandið milli kostnaðar á landi og flutningarkostnaðar. Þar sem landið næst markaðnum er dýrast og verður ódýrara því lengra sem farið er frá markaðnum. Flutningskostnaður er minnstur næst markaðinum og verður meiri því lengra sem lengra er farið frá markaðnum. Vörur sem er erfitt að flyja, og/eða nota minna land yrðu framleiddar næst markaðnum og vörur sem er auðveldara að flytja og/eða krefjast mikils landrýmis yrðu lengra frá markaðnum. Thünen raðar framleiðslu á landbúnaðarvörum í 4 hringi í kringum markaðinn.  Mjólkurvörur eru í innsta hringnum, síðan timbur og eldiviður, í þriðja hringnum er akurrækt og í fjórða hringnum er hjarðrækt, og ræktun dýra til kjöt- eða ullarframleiðslu.

Það sem ræður staðsetningu er framleiðslukostnaður auk flutningskostnaðar. Framleiðsla er ekki staðsett lengra frá markaðnum en svo að heildarkostnaður sé ekki hærri en verð framleiðslunnar á markaðinum.

Í öðru bindi af The Isolated State setur Thünen fram heilstæða kenningu um jaðarframleiðni sem útskýrir sambandið milli fjármagns og vinnuafls, rentu og launa. Hagnaður er hámarkaður þegar jaðarkostnaður hvers framleiðsluþáttar er jafn mikill og framlag hans til heildarframleiðslu.[1]

Náttúrulaunakenning Thünen[breyta | breyta frumkóða]

Thünen var einn af fyrstu hagfræðingunum til að koma auga á að allar efnahagslegar breytur væru háðar hvor annarri, og að hægt væri að gera grein fyrir sambandi þeirra með stærðfræðilegum hætti í kerfi jafna. Framleiðsla væri aðeins möguleg með aðkomu bæði fjármagns og lands, og því væri framleiðslan afrakstur vinnu auk fjármagns og lands. Til þess að ákvarða framlag hvers framleiðsluþáttar setti Thünen fram jöfnu þar sem:

P = framlag vinnuafls.

w = Heildar laun sem vinnuaflið fær í sinn hlut; þar sem w = a+y; a er sá hluti launa sem vinnuaflið fær til neyslu og má túlka sem lágmarksframfærslu (endurframleiðslu vinnuaflsins) þar sem vinnuaflið fær greitt í samræmi við jaðarframleiðni þess; y táknar það sem er umfram lágmarksframfærslu, og y = w-a. Að því gefnu að framleiðslukostnaður sé aðeins táknaður með launum og a sé fasti má túlka y sem upphæð sem fjárfestingu á tímabilinu.

p-w = Heildar hagnaður við að ráða starfsfólk.

(p-w)/w = Hagnaðarhlutfall, eða vaxtahlutfall.

Fjárfesting w-a mun því bera (p-w)/w vexti. Hámörkun fjárfestingar á tímabilinu táknar að hámarka (w-a)(p-a)/w. Fyrsta stigs skilyrði jöfnunnar er uppfyllt þegar:

w = √AP

Þetta náttúrulauna (e. natural wage) jafna von Thünen. Hún segir okkur að verkamenn fá ekki allt vinnuframlag sitt greitt í launum, en að það sem þeir fá greitt sé yfir lágmarkslaunum. Thünen svo mikla trú á kenningu sinni að hann lét grafa jöfnuna á legstein sinn.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Frambach, Hans (8. ágúst 2011), „Johann Heinrich von Thünen: A Founder of Modern Economics“, Handbook of the History of Economic Thought, Springer New York, bls. 299–322, doi:10.1007/978-1-4419-8336-7_11, ISBN 978-1-4419-8335-0