Johann Müller
Útlit
Johann Müller (1436 – 1476) var þýskur stærðfræðingur. Hann skrifaði undir nafninu Regiomontanus, sem er latneska útgáfan af nafni fæðingarborgar hans, Königsberg. Þekktasta verk hans er De triangulis omnimodis (Um allar gerðir þríhyrninga) og var fyrsta heildarúttekt á þríhyrningum og hornafræði. Verkið hafði mikil áhrif á vesturlöndum þó svo að það kæmi ekki út fyrr en árið 1533.