Jökuldalshreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jökuldalshreppur

Jökuldalshreppur var hreppur í Norður-Múlasýslu. Náði hann yfir Jökuldal allan beggja megin Jökulsár á Brú og heiðabyggðirnar þar vestur af. Sveitin Jökulsárhlíð heyrði áður undir hreppinn en varð að sérstökum hreppi, Hlíðarhreppi, árið 1887.

Hinn 27. desember 1997 sameinuðust Jökuldalshreppur og Hlíðarhreppur á ný, ásamt Tunguhreppi, undir nafninu Norður-Hérað, sem síðan varð hluti Fljótsdalshéraðs árið 2004.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.