Ingimar Jónsson
Ingimar Jónsson (15. febrúar 1891 - ) var skólastjóri við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, áður Ungmennaskóla Íslands. Skólinn var jafnan kenndur við hann og kallaður Ingimarsskólinn. Ingimar Jónsson fæddist í Hörgsholti í Hrunamannahreppi. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1916 og útskrifaðist úr guðfræði við Háskóla Íslands vorið 1920. Á námsárum sínum kenndi hann bæði við Kvennaskólann og Iðnskólann. Hann var heimiliskennari á Höfn í Hornafirði veturinn 1914 til 1915. Ingimar stundaði skrifstofustörf í tvö ár eftir nám í háskólanum.
Ingimar kvæntist Elínborgu Lárusdóttur rithöfundi. Hann var prestur á Mosfelli í Grímsnesi frá 1922 til 1928 þar til hann tók við embætti skólastjóra Ungmennaskólans frá stofnun hans árið 1928. Gagnfræðaskólinn við Lindargötu tók til starfa árið 1935 og þar gegndi Ingimar stöðu skólastjóra.