Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir

Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir (f. 18.1.1973) er tónskáld og básúnuleikari. Foreldrar hennar eru Guðlaugur Jón Bjarnason listmálari og Sigrún Huld Þorgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur. Ingibjörg lagði stund á nám í básúnuleik við tónlistarháskólann í Gautaborg, 1995 - 2000. Síðar lauk hún einnig námi í kórstjórn frá Uppsalaháskóla 2007 - 08. Ingibjörg hefur starfað sem básúnuleikari og kennari, kórstjóri, lúðrasveitarstjórnandi og tónskáld í Svíþjóð og á Íslandi. Ingibjörg Azima sækir efnivið í tónsmíðar sínar einkum í íslenskan skáldskap. Áberandi ljóðrænn og þjóðlegur blær einkennir því verk hennar í bland við nútímalegar hljómsetningar. Hún hefur samið tónlist við ljóð fjölmargra íslenskra ljóðskálda sem flutt hefur verið á fjölda tónleika og tónlistarhátíða á Íslandi og í Svíþjóð.

Árið 2015 sendi hún frá sér hljómdiskinn Vorljóð á ýli, lög við níu ljóð ömmu sinnar Jakobínu Sigurðardóttur.

Eiginmaður Ingibjargar er Hörður Bragason organisti og kórstjóri.