Hrísar í Svarfaðardal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hrísar í Svarfaðard, Dalvík og Karlsárfjall í bak

Hrísar er bær í utanverðum Svarfaðardal, skammt frá Dalvík. Þótt bæjarins sé ekki getið í Landnámu er líklegt að þar hafi verið búið allt frá landnámsöld. Hrísa er fyrst getið í Valla-Ljóts sögu vegna bardaga sem þar var háður á 11. öld. Bærinn heitir eftir víðáttumiklum hrís- og lyngmóum, Hrísamóum, sem setja enn svip sinn á þetta svæði. Neðan við bæinn er Hrísatjörn, lítið stöðuvatn, þar er mikið fuglalífi og nokkur silungsveiði. Við tjörnina er Hrísahöfði. Tjörnin og höfðinn eru innan Friðlands Svarfdæla. Hrísahöfði er jökulgarður sem hefur myndast utan við skriðjökulstungu sem lá út allan Svarfaðardal í ísaldarlok fyrir um 11000 árum. Á sama tíma hlóðust upp miklar malareyrar þar sem Hrísamóar eru nú og mararhjallar mynduðust utan í Hrísahöfða. Hæð hjallanna sýnir að þá stóð sjór um 15 m hærra en hann gerir nú.