Hofsstaðaskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hofsstaðaskóli er grunnskóli í Garðabæ fyrir nemendur í fyrsta til sjöunda bekk en síðan tekur Garðaskóli við nemendum skólans í áttunda bekk. Skólastjóri Hofsstaðaskóla er Hafdís Bára Kristmundsdóttir.

Skólinn var stofnaður 1977, Vilbergur Júlíusson skólastjóri Flataskóla stýrði skólanum fyrstu árin en árið 1980 tók Hilmar Ingólfsson við starfi skólastjóra og gengdi því starfi til ársloka 2006 en þá tók Margrét Harðardóttir við af honum, hún gengdi starfi skólastjóra til ársins 2019. Fyrstu árin var Hofsstaðaskóli eingöngu fyrir nemendur í fyrsta til fjórða bekk en síðan þurftu nemendur að fara í Flataskóla áður en haldið var í Garðaskóla. Árið 1994 flutti skólinn í nýtt og stærra húsnæði við Skólabraut og þá fór skólinn að vera með fimmta bekk og ári síðar sjötta bekk. Árið 2005 fór skólinn að vera með sjöunda bekk en áður hafði sjöundi bekkur verið í Garðaskóla.