Hlín Agnarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hlín Agnarsdóttir (f. 23. nóvember 1953 í Reykjavík) er íslenskur sviðslistafræðingur, leikstjóri, leikskáld, leiklistargagnrýnandi, háskólakennari og rithöfundur.

Hlín er menntuð í leiklistar- og bókmenntafræðum, nam sviðlistafræði, leiklist og leikstjórn í Stokkhólmi, Uppsölum og London og lauk MA prófi í almennri bókmenntafræði við Hugvísindadeild Háskóla Íslands 2011.

Hlín hefur starfað sem listrænn ráðgjafi, leikstjóri og dramatúrg bæði í atvinnu- og áhugaleikhúsum um árabil, auk þess sem hún hefur verið leiklistargagnrýnandi á DV og í Kastljósi hjá RÚV. Hún hefur skrifað leikrit á við Konur skelfa og Gallerí Njála sem sett voru upp í Borgarleikhúsinu.

Hlín hefur kennt ritlist og ritfærni á B.A. og M.A. stigi við Háskóla Íslands og unnið með ritlistarnemum í grunnnámi og framhaldsnámi að ýmiss konar ritlistarverkefnum, m.a. að leikritum, sem flutt voru í Útvarpsleikhúsinu. Einnig hefur hún kennt á Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og við Kvikmyndaskóla Íslands og ýmis námskeið við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Hlín hefur skrifað þrjár skáldsögur og eina bók sjálfsævisögulegs efnis, sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis.

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

  • 2001 Hátt uppi við Norðurbrún, skáldsaga gefin út af Sölku.[1]
  • 2003 Að láta lífið rætast, sjálfsævisöguleg bók gefin út af Sölku, tilnefnd til Íslensku bókmennta­verðlaunanna í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis.[2]
  • 2009 Blómin frá Maó, skáldsaga gefin út af Ormstungu.[3]
  • 2020 Hilduleikur, skáldsaga gefin út af Ormstungu.[4][5][6]

Sviðslistaverk[breyta | breyta frumkóða]

  • 1984 Láttu ekki deigan síga, Guðmundur (ásamt Eddu Björgvinsdóttur), leikrit sýnt í Stúdentaleikhúsinu.[7][8][9][10][11][12]
  • 1984 Áramótaskaup (ásamt Eddu Björgvinsdóttur, Guðnýju Halldórsdóttur og Kristínu Pálsdóttur).[13]
  • 1987 In the Warehouse, leikgerð upp úr smásögu Joyce Carol Oates, sviðsverk sýnt í London.
  • 1989 Karlar óskast í kór, einleikur fyrir Menningar- og fræðslusamband alþýðu, sýnt á vinnustöðum í Reykjavík og nágrenni.
  • 1990 Besti vinur þjóðarinnar, handrit og leikstjórn 60 ára afmælissýningar Ríkisútvarpsins. Sýnt á RÚV og sviðsett á Stóra sviði Borgarleikhússins.
  • 1991 Bruni, útvarpsleikrit byggt á smásögu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar.
  • 1992 Hræðileg hamingja (En Fruktansvärd Lycka) eftir Lars Norén, þýðing úr sænsku fyrir Alþýðuleikhúsið.
  • 1994 Líflínan, útvarpsleikrit.
  • 1994 Alheimsferðir, Erna, Listasumar á Akureyri. Vann til fyrstu verðlauna í leikritasamkeppni á vegum Landlæknisembættisins um alnæmi.
  • 1996 Konur skelfa, leikrit, sett upp í Borgarleikhúsi.[14]
  • 1996 Eins konar sinnaskipti, ósýnt leikrit.
  • 1997 Gallerí Njála, sett upp í Borgarleikhúsi.[15][16][17][18][19][20]
  • 1997 Aðeins einn, þriggja þátta sjónvarpsleikrit sýnt á RÚV.[21][22][23]
  • 1998 Svannasöngur, þriggja þátta sjónvarpsleikrit sýnt í Sunnudagsleikhúsi RÚV.[24]
  • 2000 Ástkonur Picassos, leikgerð upp úr leikriti Brians McAvera fyrir Þjóðleikhúsið.[25][26][27][28][29]
  • 2001 Laufin í Skuggadal (Löven i Vallombrosa) eftir Lars Norén, þýðing úr sænsku fyrir Þjóðleikhúsið.
  • 2004 Faðir vor, sett upp af Sokkabandinu í Iðnó.
  • 2007 Fundarherbergið, leikrit sýnt hjá Stúdentaleikhúsi.
  • 2007 Oníuppúr, ósýnt leikrit.
  • 2010 Hallveig ehf, einleikur sýndur í Reykholtskirkju.
  • 2012 Perfect, leikrit fyrir ungt fólk sýnt á vegum Þjóðleiks.
  • 2012 Gestaboð Hallgerðar, leikrit sýnt á Sögusetrinu Hvolsvelli.[30][31][32]
  • 2016 Flóttamenn, leikrit, leiklesið á ensku í New York.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „2001 Rambað á brúninni, Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðið“.
  2. „2003 Bakkus er harður húsbóndi, Katrín Fjeldsted, Morgunblaðið“.
  3. 2009 Egill Helgason ræðir við Hlín um Blómin frá Maó, Kiljan, RÚV
  4. „2020 Tómas Ævar Ólafsson ræðir við Hlín um Hilduleik“.
  5. „2020 Sigmundur Ernir Rúnarsson ræðir við Hlín um Hilduleik, Hringbraut-Fréttablaðið sjónvarp“.
  6. 2020 „Gamansöm dystópía um kapítalismann og ellina“. Stundin. Sótt 30. janúar 2021.
  7. „1984 Þú getur kallað það karlfyrirlitningu ef þú vilt, Guðjón Friðriksson, Þjóðviljinn“.
  8. „1984 Af reynsluheimi Guðmundar, Gunnar Stefánsson, NT“.
  9. „1984 Gangan langa og gamanmálin, Árni Bergmann, Þjóðviljinn“.
  10. „1984 '68-hlátur, Gunnlaugur Ástgeirsson, Helgarpósturinn“.
  11. „1987 Frábær skemmtun í Freyvangi, HS, Dagur“.
  12. „1987 Stórgóð skemmtun í Freyvangi, Rósa Eggertsdóttir, Dagur“.
  13. „1984 Áramótaskaup, Ríkisútvarpið“.
  14. „1996 Konur skelfa, handrit á vefsíðu (skruna niður)“.
  15. „1997 Þau elska Njálu, Vera“.
  16. „1997 Njála á svið Borgarleikhússins, Morgunblaðið“.
  17. „1997 Ástarsaga undir áhrifum Njáls sögu, DV“.
  18. „1997 Konur stjórna – karlar þjást, Auður Eydal, DV“.
  19. „1997 Innsýn í hugarheim rútubílstjóra, Sveinn Haraldsson, Morgunblaðið“.
  20. „1997 Rútubílstjórinn les Njálu, Gunnar Stefánsson, Dagur“.
  21. „1997 Aðeins einn, fyrsti þáttur“.
  22. „1997 Aðeins einn, annar þáttur“.
  23. „1997 Aðeins einn, þriðji þáttur“.
  24. „19978 Leiksoppar skíthæla, Hávar Sigurjónsson, I. Þáttur, Morgunblaðið“.
  25. „2000 Konur ofvirka meistarans, DV“.
  26. „2000 Konur um ástkonur, DV“.
  27. „2000 Að girnast girnd karlmannsins, Súsanna Svavarsdóttir, Morgunblaðið“.
  28. „2000 Málari og manntarfur, Gunnar Stefánsson, Dagur“.
  29. „2000 Konurnar að baki meistaranum, Sveinn Haraldsson, Morgunblaðið“.
  30. „2012 Tilvalið fyrir Eyjafólk að droppa við, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Fréttir – Eyjafréttir“.
  31. „2012 Hallgerður lifnar við í Njálusetrinu, Elísabet Brekkan, Fréttablaðið“.
  32. „2013 Gestaboð Hallgerðar aftur á sviði í Sögusetrinu á Hvolsvelli, DV“.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]