Hjálp:Heimildaskráning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Á Wikipedíu reynum við að vísa í áreiðanlegar heimildir fyrir flestu sem kemur fram hér. Það gerir öðrum kleift að staðfesta að upplýsingarnar séu réttar. Mjög auðvelt er að vísa í heimildir:

  • Ef þú ert að nota sýnilega breytihaminn getur þú ýtt á Heimild og sett inn vefslóð. Ef tölvan nær ekki að finna upplýsingar um vefslóðina geturðu ýtt á Heimild > Handvirkt > Vefheimild og stimplað þar inn upplýsingar. Tilvísanir eru settar í lok efnisgreinar eða lok setningar.
  • Ef þú ert að nota frumkóða geturðu stimplað inn eftirfarandi snið og fyllt inn í upplýsingarnar í stikunum (maður stimplar inn eftir samasemmerkinu). Ekki er nauðsynlegt að fylla inn í alla stikana.
    • Tilvísun í vefsíðu: <ref>{{Vefheimild|url=|titill=|höfundur=|útgefandi=|tilvitnun=|dags=|vefsíða=|skoðað=19. mars 2024|archive-url=|archive-date=}}</ref>
    • Tilvísun í bók: <ref>{{Bókaheimild|titill=|höfundur=|ár=|url=|bls=|ISBN=|útgefandi=}}</ref>

Þetta er nú allt sem þarf til að vísa í heimild. Hér fyrir neðan má svo sjá aðrar gerðir af sniðum, en þú þarft ekki að kunna meira en þetta.


Um tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísun í heimild er texti sem bendir lesandanum á tiltekna heimild. Til dæmis:

  • Ritter, R. (2002). The Oxford Style Manual. Oxford University Press. ISBN 0-19-860564-1.

Hún gerir lesandanum kleift að finna heimildina og staðfesta að hún styðji viðeigandi fullyrðingu á Wikipediu.

Hvenær ber að vísa í heimild? Þegar fullyrðing í grein er líkleg til að þykja vafasöm eða umdeild, þegar þegar vitnað er í orð einhvers hvort heldur í beinni ræðu eða í endursögn, þegar stuðst er við kenningu, tilgátu, túlkun eða rök einhvers annars og þegar fjallað er um lifandi fólk eða málefni líðandi stundar.

Hvernig eiga tilvísanir í heimildir að líta út? Tilvísanir ættu almennt að líta út eins og sýnt er neðar á þessari síðu en einnig er mikilvægt að samræmi sé í útliti tilvísana á einni og sömu síðunni. Ekki nota mismunandi kerfi á einni og sömu síðunni.

Hvernig á að setja tilvísanir í heimildir inn í greinar á Wikipediu? Venjulega eru tilvísanir hafðar í neðanmálsgreinum en sýnt er hvernig á að setja inn neðanmálsgreinar síðar í greininni.

Athuga ber að það eru ekki allar heimildir jafn traustverðar. Síðan Áreiðanlegar heimildir fjallar um hvaða heimildir er best að styðjast við.

Algengustu heimildasniðin[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir á vef[breyta | breyta frumkóða]

Þegar vísað er í heimildir á vefnum er þægilegt að nota sniðið {{vefheimild}} sem getur geymt heilmikið af upplýsingum um heimildina. Einungis er nauðsynlegt að fylla út upplýsingar um url og titil síðunnar en æskilegt er að sem flestar upplýsingar fylgi með, s.s. hvenær heimildin var skoðuð.

Einfaldasta dæmið er því: * {{vefheimild|url=vefslóð|titill=Titill greinar}}

og útkoman yrði

En svo getur verið nytsamlegt að með heimildinni fylgi sem flestar upplýsingar.

Dæmi:

* {{vefheimild|url=vefslóð|titill=Titill greinar|skoðað=(dagsetning)}}

sem lítur svona út

eða ítarlegri upplýsingar, t.d. hafi síðan verið fjarlægð af upprunalegri vefslóð eða verið breytt:

* {{vefheimild|url=vefslóð|titill=Titill greinar|archive-url=(vefslóð á afritaða grein)|archive-date=19. mars 2024}}

Hér er forsíða heimasíðu Norðlingaölduveitu, heimasíðu sem nú hefur verið lögð niður, sótt til heimasíðunnar Internet Archive sem tekur reglulegar afrit af heimasíðum á netinu og geymir.

sé verið að vinna með t.d. PDF-skjal (Adobe Reader-skjal) er ágætt að tilgreina það:

* {{vefheimild|url=vefslóð|titill=Titill greinar|safnslóð=vefslóð á afritaða grein|dags=19. mars 2024|skoðað=19. mars 2024|snið=snið skjals, t.d. PDF|bls=blaðsíður sem vitnað er í}}

Wikipedia á öðrum málum sem heimild[breyta | breyta frumkóða]

Ef vísað er í grein á Wikipedium á öðrum málum má nota {{wpheimild}}. Stikullinn tungumál segir til um tungumál þeirrar Wikipediu sem heimildin var á. Þannig er hægt að velja da = danska, de = þýska, en = enska, es = spænska, fr = franska, it = ítalska, no = norska, pt = portúgölska og sv = sænska.
Dæmi:
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = titill greinar | mánuðurskoðað = dagur og mánuður sem heimild var skoðuð | árskoðað = ár sem heimild var skoðuð}}
Því myndi * {{wpheimild | tungumál = en | titill = Elvis Presley | mánuðurskoðað = 30. nóvember | árskoðað = 2005}} líta svona út

Vísindavefurinn sem heimild[breyta | breyta frumkóða]

Ef vísað er í grein á Vísindavefnum má nota sniðið {{Vísindavefurinn}}
Dæmi:
* {{Vísindavefurinn|númer svars|heiti greinar}}
Því myndi * {{Vísindavefurinn|5234|Hver var Platon?}} líta svona út

Númer svarsins er síðustu tölustafirnir í vefslóðinni. Til dæmis hefur svarið http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5234 númerið 5234. Til að finna vefslóð fyrir tiltekið svar á Vísindavefnum má t.d. hægrismella á tengil á vefnum og opna svarið í nýjum glugga.

Þó skal gæta þess að nota ekki svokölluð „föstudagssvör“ sem alvöru heimild.

Rituð heimild[breyta | breyta frumkóða]

Hefðin er sú að tiltaka fyrst höfundinn eða ritstjórann; ef um ritstjóra er að ræða er ritstjórinn auðkenndur með „(ritstj.)“ á eftir nafni sínu. Því næst titil rits eða greinar (og svo rits eða tímarits sem greinin birtist í), því næst útgefanda og útgáfuár. ISBN-númer er ekki nauðsynlegt en vel séð. Þegar höfundur eða ritstjóri er íslenskur kemur eiginnafn hans fyrst en annars eftirnafn.

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir bækur er til sniðið {{Bókaheimild}}.

Bækur eftir einn höfund[breyta | breyta frumkóða]

Dæmi

  • * {{bókaheimild|höfundur=Jón Jónsson|titill=Saga Akureyrar|útgefandi=Akureyrska forlagið|ár=1953|ISBN=9789979914938}}

sem lítur þá svona út

Ritstýrðar bækur[breyta | breyta frumkóða]

Dæmi

  • * {{bókaheimild|höfundur=Smith, John (ritstj.)|titill=History of New England|útgefandi=Boston University Press|ár=1953|ISBN=9783743401334}}

sem lítur svona út

  • Smith, John (ritstj.) (1953). History of New England. Boston University Press. ISBN 9783743401334.

Greinar[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir greinar eru til tvö snið, annað fyrir greinar í bókum, hitt fyrir greinar í tímaritum, dagblöðum o.s.frv.

Greinar í bókum[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir greinar í bókum er til sniðið {{greinarheimild}}.
Dæmi:

  • * {{greinarheimild|höfundur=Bennett, William|grein=Icelandic Poetry|titill=Scandinavian Poetry|útgefandi=Harvard University Press|ár=2070|ISBN=459242423}}

sem lítur svona út

  • Bennett, William. „Icelandic Poetry“. Scandinavian Poetry. Harvard University Press, 2070: 25-38. .
Greinar í tímaritum, dagblöðum o.s.frv.[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir tímaritsgreinar er til sniðið {{tímaritsgrein}}.
Dæmi:

  • * {{tímaritsgrein|höfundur=Barnes, Harold|grein=Icelandic Paintings|titill=Journal of Icelandic Culture|árgangur=57|tölublað=3|ár=1999|blaðsíðutal=178-196}}

sem lítur svona út

Í stuttu máli[breyta | breyta frumkóða]

Það er mikilvægt að vísa í heimildir til að styðja einstakar fullyrðingar í greinum á Wikipediu. Helstu eiginleikar heimildar er 1) verkið sjálft, 2) höfundur og 3) útgefandi. Tilvísanir ættu helst að vera í neðanmálsgreinum en ekki í sviga í meginmálinu. Heimildaskrá er skrá yfir allar heimildir sem vísað er í í stafrófsröð eftir höfundum. Ein algengasta aðferðin til heimildatilvísunar á Wikipediu er notkun neðanmálsgreina eða fótnóta.

Bókatitlar eru ávallt skáletraðir og einnig heiti tímarita og dagblaða. Titlar tímarits- og dagblaðagreina og bókakafla í ritstýrðum bókum eru alltaf hafðir innan gæsalappa. Í tilvísuninni ætti helst að gefa upp nákvæmt blaðsíðutal þegar um prentaða heimild er að ræða.

Heimildaskrá og tilvísun í heimild[breyta | breyta frumkóða]

Mikilvægt er að átta sig á að heimildaskrá er eitt og tilvísun í heimild er annað. Þar sem tilvísunar er þörf er heimildaskrá í enda greinar ekki fullnægjandi tilvísun í heimild. Vísa ber í tilteknar heimildir fyrir tilteknum fullyrðingum í greininni þegar við á. Heimildaskráin er svo listi yfir allar heimildir sem vísað er í í stafrófsröð eftir höfundum. Kosturinn er þá sá að í tilvísuninni nægir að gefa lesandanum einungis þær upplýsingar sem gera honum kleift að finna heimildina í heimildaskránni (t.d. nafn höfundar og ártal auk ákveðins staðar í heimildinni sem styður fullyrðinguna, t.d. blaðsíðutal) en í heimildaskránni koma svo fram fullar upplýsingar um heimildina (þ.m.t. titill verksins í fullri lengd, útgefandi o.s.frv.).

Athugið að í heimildaskrá er heimildum raðað í stafrófsröð eftir eftirnafni erlendra höfunda en eiginnafni Íslendinga. Þegar höfundar eru fleiri en einn nægir að eftirnafnið komi fyrst hjá fyrsta höfundinum:

  • Brickhouse, Thomas C. og Nicholas D. Smith, Plato's Socrates (Oxford: Oxford University Press, 1994).

Gæta skal þess að lesandi geti ávallt fundið viðeigandi heimild í heimildaskrá út frá þeim upplýsingum sem gefnar eru í tilvísuninni og að hann geti jafnframt fundið heimildina sem listuð er í heimildaskránni á bókasafni eða annars staðar út frá þeim upplýsingum sem heimildaskráin hefur að geyma.

Í heimildaskrá geta einnig verið verk sem hvergi er vísað í í greininni. Slík heimildaskrá ætti að heita „Heimildir og ítarefni“ eða „Heimildir og frekara lesefni“

Tilvísun í neðanmálsgrein[breyta | breyta frumkóða]

Algengast er að vísa í heimildir í neðanmálsgreinum. Í grundvallaratriðum er það gert með eftirfarandi hætti:

  • Strax á eftir málsgreininni sem þarfnast tilvísunar í heimild skal skrifa <ref>Nafn höfundar (ártal): blaðsíðutal</ref>. Þá myndast tölusett vísun í neðamnálsgrein með tengli.
  • Ef síðan er ný eða það eru enn engar tilvísanir á síðunni skal bæta við kafla neðar í greininni (fyrir ofan heimildaskrá en neðan við síðasta kafla meginmálsins) þar sem neðanmálsgreinarnar eiga að birtast:
== Tilvísanir ==
<references />
EÐA == Tilvísanir ==
{{reflist}}
  • Kaflinn má einnig heita == Neðanmálsgreinar ==
  • Tilvísanirnar birtast nú í neðanmálsgreinum á viðeigandi stað í greininni. Með því að smella á tölusetta tengilinn ofar í greininni flyst lesandinn neðar á síðuna þar sem viðeigandi neðanmálsgrein er að finna.

Heimildaskrá[breyta | breyta frumkóða]

Heimildaskrá heldur, eins og fyrr sagði, utan um allar heimildir sem vísað er í í greininni.

  • Ef síðan er ný eða það er enn engin heimildaskrá á síðunni skal bæta við kafla neðar í greininni (fyrir ofan innri tengla en neðan við tilvísanirnar) þar sem heimildaskráin á að birtast:
== Heimildir ==
* Nafn höfundar og aðrar upplýsingar um heimildina

Heimildaskráin er þá á réttum stað í greininni.

Hvenær ber að vísa í heimild?[breyta | breyta frumkóða]

Wikipedia er í eðli sínu samstarfsverkefni fjölbreytilegs hóps af fólki sem hefur mismikla þekkingu á viðfangsefnum greina. Lesandinn verður að geta verið fullviss um að efni greinar sé rétt og sannleikanum samkvæmt. Tilgangurinn með því að vísa í heimildir er meðal annars:

  • Að auka trúverðugleika Wikipediu.
  • Að tryggja að lesendur geti staðfest fullyrðingar í greinum.
  • Að hjálpa notendum að finna ítarefni.
  • Að sýna að fullyrðingar séu ekki frumrannsóknir og draga úr líkunum á deilum um efnislegt innihald greina.
  • Að koma í veg fyrir ásakanir um ritstuld.
  • Að tryggja að æviágrip um lifandi fólk samræmist reglum Wikipediu um æviágrip.

Enda þótt sannreynanleikareglan kveði á um að sérhver fullyrðing í grein á Wikipediu eigi að vera sannreynanleg er hægt að bæta við eins mörgum viðeigandi tilvísunum í heimildir og maður vill sem sýna að fullyrðing sé rétt. En tilvísana í heimildir eru þó einungis krafist í tilvikum eins og þeim sem dæmi eru um hér að neðan. Hvort sem tilvísunar er krafist eða ekki ætti tilvísunin ávallt að vera viðeigandi, rétt, nákvæm og í samræmi við viðmið Wikipediu um heimildir.

Heimild sem styður umdeilda fullyrðingu[breyta | breyta frumkóða]

Þörfin fyrir tilvísun í heimild er sérstaklega brýn þegar skrifað er um skoðanir sem uppi er um eitthvað. Æskilegt er að forðast óljósar alhæfingar eins og „Sumir segja...“ Þess í stað væri betra að vera nákvæmari og vísa í heimild: Finndu einhvern sem heldur umræddri skoðun fram og vísaðu í heimild sem sýnir fram á það. Mundu að Wikipedia er ekki rétti vettvangurinn til að koma á framfæri þínum skoðunum. Fullyrðingar um skoðanir, gögn og tölfræði eru allt dæmi um fullyrðingar sem ættu að vera studdar heimildum.

Í æviágripi lifandi fólks[breyta | breyta frumkóða]

Æviágrip lifandi fólks geta verið viðkvæm umfjöllunar af ýmsum ástæðum. Allar umdeildar fullyrðingar um lifandi fólk ættu að styðjast við heimildir. Umdeilanlegar fullyrðingar um lifandi fólk sem styðjast ekki við heimildir má fjarlægja undir eins. Ekki þarf að biðja fyrst um að heimild verði fundin.

Þegar vitnað er í orð einhvers[breyta | breyta frumkóða]

Ætíð ætti að vísa í heimild fyrir tilvitnun í orð einhvers og tilvísunin ætti að koma strax á eftir tilvitnuninni. Engu skiptir hvort um beina tilvitnun (innan gæsalappa) er að ræða eða óbeina tilvitnun, þ.e. endursögn.

Þegar farið er yfir greinar eftir aðra[breyta | breyta frumkóða]

Notendur geta lagt mikið af mörkum með því að bæta við tilvísunum í heimildir þar sem þeirra er þörf eða þar sem þær eru viðeigandi í greinum sem þeir sömdu ekki sjálfir. Mikill fengur er í góðum tilvísunum í heimildir og allar slíkar tilvísanir eru því vel þegnar.

Hvernig eiga tilvísanir í heimildir að líta út?[breyta | breyta frumkóða]

Þessi hluti síðunnar fjalla um útlit tilvísana.

Tilvísunarstíll[breyta | breyta frumkóða]

Venjulega inniheldur tilvísun í neðanmálsgrein nægar upplýsingar til þess að lesandinn geti fundið heimildina í heimildaskrá þar sem allar upplýsingar um hana koma fram. Upplýsingarnar í heimildaskránni eiga að gera lesandanum kleift að finna heimildina sjálfa til dæmis á bókasafni.

Ýmis kerfi eru til sem lýsa útliti tilvísana og heimildaskráa. Munur er á greinamerkjasetningu o.s.frv. frá einu kerfi til annars. Aðalatriðið er (a) að allar viðeigandi upplýsingar komi fram á viðeigandi stöðum svo lesandinn geti fundið heimildina og (b) að samræmis sé gætt.

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

Í heimildaskrá ættu eftirfarandi upplýsingar um bækur að koma fram:

  • Nafn höfundar eða höfunda eða ritstjóra
  • Bókartitill
  • Útgáfustaður
  • Nafn útgefanda
  • Útgáfuár

Dæmi:

  • Cornford, F.M., Before and After Socrates (Cambridge: Cambridge University Press, 1932).
  • Sedley, David (ritstj.), The Cambridge Companion to Greek and Roman Philosophy (Cambridge: Cambridge University Press, 2003).

Einnig er algengt að ártalið komi strax á eftir nafni höfundar eða ritstjóra:

  • Cornford, F.M. (1932). Before and After Socrates (Cambridge: Cambridge University Press).

Athugið að í heimildaskrá er heimildum raðað í stafrófsröð eftir eftirnafni erlendra höfunda en eiginnafni Íslendinga. Þegar höfundar eru fleiri en einn nægir að eftirnafnið komi fyrst hjá fyrsta höfundinum:

  • Brickhouse, Thomas C. og Nicholas D. Smith, Plato's Socrates (Oxford: Oxford University Press, 1994).

Stundum eru bækur prentaðar hjá sama útgáfufyrirtæki víða um heim og því má stundum að ósekju sleppa útgáfustað. Venjulega er ekki gefið upp blaðsíðutal bóka í heimildaskrá. Bókatitlar eru ávallt skáletraðir.

En það nægir ekki að setja heimildir í heimildaskrá, það þarf líka að vísa í heimildirnar þegar við á og þá er gefið upp nákvæmt blaðsíðutal svo að lesandinn geti fundið rétta staðinn í bókinni. Þegar vísað er í heimildirnar hér að ofan nægir að hafa nafn höfundar og ártal (ef ekki eru tvær heimildir frá sama höfundi og sama ári í heimildaskránni). Dæmi: <ref>Cornford (1932), 56.</ref> eða <ref>Cornford (1932): 56.</ref>

Með þessu móti ætti lesandinn að geta fundið heimildina í heimildaskránni og fundið þar nánari upplýsingar um hana svo sem útgáfustað, útgefanda o.s.frv. Athugið að hér er viðeigandi að bæta við nákvæmu blaðsíðutali svo að lesandinn geti fundið nákvæmlega þann stað í heimildinni sem styður fullyrðinguna í greininni. Venjulega er blaðsíðutal ekki gefið upp fyrir bækur í heimildaskrá.

Ef margar heimildir eftir sama höfund eru í heimildaskránni með sama ártali er rétt að greina þær að með bókstöfum. Í heimildaskrá gæti það litið út svona:

  • Bett, Richard, „Aristocles on Timon on Pyrrho: The Text, Its Logic and its Credibility“ Oxford Studies in Ancient Philosophy 12 (1994a), 137-181.
  • Bett, Richard, „What did Pyrrho Think about the Nature of the Divine and the Good?“ Phronesis 39 (1994b), 303-337.

Tilvísun í aðra hvora heimildina gæti þá litið út svona: <ref>Bett (1994b), 305.</ref>

Tímaritsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

Í heimildaskrá ættu eftirfarandi upplýsingar um tímaritsgreinar að koma fram:

  • Nafn höfundar eða höfunda greinar
  • Titill greinar
  • Heiti tímarits
  • Árgangur og hefti
  • Útgáfuár
  • Blaðsíðutal greinar

Dæmi:

  • Svavar Hrafn Svavarsson, „Pyrrho’s dogmatic nature“, The Classical Quarterly 52 (2002): 248-56.

Athugið að titill greinar er ætíð hafður innan gæsalappa en heiti tímarits er ætíð skáletrað eins og bókartitill. Eins og í tilviki bókar er ártalið stundum haft strax á eftir nafni höfundar. Blaðsíðutalið í heimildaskránni er ætíð fyrsta og síðasta blaðsíða greinarinnar. Þegar vísað er á tiltekinn stað í greininni í tilvísun er við hæfi að hafa nákvæmara blaðsíðutal svo að lesandinn geti fundið rétta staðinn í greininni. Tilvísun í heimild af þessu tagi í neðanmálsgrein er eins og tilvísun í bókarheimild. Dæmi: <ref>Svavar Hrafn Svavarsson (2002), 250.</ref> eða <ref>Svavar Hrafn Svavarsson (2002): 250.</ref>

Tilvísun í dagblaðsgrein er eins og í tímaritsgrein nema hvað taka skal fram nákvæma dagsetningu heftisins.

Grein í greinasafni[breyta | breyta frumkóða]

Í heimildaskrá ættu eftirfarandi upplýsingar um greinar í greinasafni að koma fram:

  • Nafn höfundar eða höfunda greinar
  • Titill greinar
  • Ritstjóri eða ritstjórar bókar
  • Titill bókar
  • Útgáfustaður
  • Útgáfuár
  • Blaðsíðutal greinar

Dæmi:

  • Hankinson, R.J., „Philosophy of Science“ hjá Jonathan Barnes (ritstj.) The Cambridge Companion to Aristotle (Cambridge: Cambridge University Press, 1999): 109-139.

Í tilvísun í heimildina nægir að hafa sömu upplýsingar og í tilvísun í tímaritsgrein. Dæmi: <ref>Hankinson (1999), 112.</ref> eða <ref>Hankinson (1999): 112.</ref>

Vefheimild[breyta | breyta frumkóða]

Skráning vefheimilda inniheldur venjulega eftirfarandi upplýsingar:

  • Nafn höfundar eða höfunda
  • Heiti síðunnar innan gæsalappa
  • Tengil á síðuna
  • Heiti vefsins
  • Dagsetningu þegar síðan var skoðuð

Dæmi:

Sumar vefsíður leiðbeina um hvernig skuli vísað í þær sem heimildir. Til dæmis Vísindavefurinn, sem hefur slíkar leiðbeiningar í sérhverri grein. Dæmi:

Til að sjá leiðbeiningarnar fyrir síðuna sem dæmi er tekið af hér að ofan má smella á tengilinn sem gefinn er. Leiðbeiningarnar eru hægra megin á síðunni.

Oft er höfundur vefsíðu ekki þekktur. Þá má annaðhvort lista heimildina undir „Óþekktur höfundur“ eða sleppa höfundi. Á Wikipediu nægir oft að vísa í vefsíðu án þess að geta hennar í heimildaskránni; það er vegna þess að í tilvísuninni er tengill sem gerir lesandanum kleift að finna síðuna undir eins um leið og hann les tilvísunina, án þess að leita frekar í heimildaskránni.

Nákvæmni[breyta | breyta frumkóða]

Þegar vísað er í heimild til að styðja tiltekna fullyrðingu í greininni er mikilvægt að tilvísunin sé sem nákvæmust. Annars getur lesandinn átt erfitt með að finna stað í heimildinni sem styður fullyrðinguna enda þótt hann hafi heimildina í höndunum. Hafa ber í huga að blaðsíðutal bóka getur breyst frá einni útgáfu til annarrar. Þess vegna er mikilvægt að taka fram ef um 2. útg. er að ræða o.s.frv.

Hvernig á að setja tilvísanir í heimildir inn í greinar á Wikipediu?[breyta | breyta frumkóða]

Heimildaskrá[breyta | breyta frumkóða]

Setja má upp heimildaskrá með því að setja eftirfarandi inn í greinina:

Sólin er býsna stór en tunglið er talsvert minna. Sólin er líka býsna heit.
== Heimildir ==
* Brown, R (2006). „Size of the Moon“, ''Scientific American'', 51 (78): 26-30.
* Miller, E (2005). ''The Sun''. (New York: Academic Press).

Þá kemur út eftirfarandi:

Sólin er býsna stór en tunglið er talsvert minna. Sólin er líka býsna heit.

Heimildir


  • Brown, R (2006). „Size of the Moon“, Scientific American, 51 (78): 26-30.
  • Miller, E (2005). The Sun. (New York: Academic Press).

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

Til að setja inn neðanmálsgrein verður textinn sem á að vera í neðanmálsgreininni að vera innan svokallaðs „ref“-kóða. Kóðinn er notaður þannig að <ref> er skrifað þar sem neðanmálsgreinin á að byrja og </ref> þar sem hún á að enda. Innan þessara merkja er texti neðanmálsgreinarinnar. Í Wiki-tólum og táknum fyrir neðan breytingaboxið er að finna tólið <ref></ref>.

Neðanmálsgreinina með <ref></ref> merkjunum skal skrifa í meginmálinu; þá verður til tölusettur tengill á þeim stað í meginmálinu sem tengir í rétta neðanmálsgrein í tilvísanakaflanum í greininni. Ef sá kafli er ekki þegar til verður að búa hann til svo að neðanmálsgreinarnar sjáist. Til að gera það skal rita: <references/> neðarlega á síðunni eins og útskýrt er í kaflanum Tilvísun í neðanmálsgrein ofar á þessari síðu.

Dæmið hér að neðan sýnir hvernig þetta myndi líta út í breytingaboxinu:

Sólin er býsna stór<ref>Miller (2005): 23.</ref> en tunglið er talsvert minna.<ref>Brown (2006): 26</ref> Sólin er líka býsna heit.<ref>Miller (2005): 34.</ref>
=== Tilvísanir ==
<references/>

Þegar búið er að vista kemur þetta út svona:

Sólin er býsna stór[1] en tunglið er talsvert minna.[2] Sólin er líka býsna heit.[3]

Tilvísanir


  1. ^ Miller (2005): 23.
  2. ^ Brown (2006): 26.
  3. ^ Miller (2005) 34.


Heimildir


  • Brown, R. (2006). „Size of the Moon“, Scientific American, 51 (78): 26-30.
  • Miller, E. (2005). The Sun (New York: Academic Press).

Lengri tilvísanir í neðanmálsgrein[breyta | breyta frumkóða]

Í sumum greinum eru tilvísanir í neðanmálsgreinum lengri og innihalda meiri upplýsingar. Lengri tilvísanir hafa þann kost að þær auðvelda lesandanum með meiri upplýsingum að finna heimildina í heimildaskránni en hafa þann ókost að gera greinina lengri í kílóbætum (og þar af leiðandi getur verið erfiðara fyrir suma lesendur að opna síðuna ef hún er mjög stór) og gerir að verkum að höfundar greinarinnar þurfa að hafa meira fyrir því að slá inn upplýsingar í neðanmálsgreinar.

Hér að neðan er dæmi um tilvísun sem inniheldur meiri upplýsingar:

Sólin er býsna stór<ref>Miller, E. (2005), ''The Sun'', bls. 23.</ref>en tunglið er talsvert minna.<ref>Brown, R. (2006), „Size of the Moon“, bls. 26.</ref>Sólin er líka býsna heit.<ref>Miller, E. (2005), ''The Sun'', bls. 34.</ref>
=== Tilvísanir ==
{{reflist|2}}
=== References ==
* Brown, R. (2006). „Size of the Moon“, ''Scientific American'', 51 (78): 26-30.
* Miller, E. (2005). ''The Sun'' (New York: Academic Press).

Þegar búið er að vista myndi þetta líta út svona:

Sólin er býsna stór[1] en tunglið er talsvert minna[2] Sólin er líka býsna heit[3]

Tilvísanir


  1. ^ Miller, E. (2005), The Sun, bls. 23.
  2. ^ Brown, R. (2006), „Size of the Moon“, bls. 26.
  3. ^ Miller, E. (2005), The Sun, bls. 34.


Heimildir


  • Brown, R. (2006). „Size of the Moon“, Scientific American, 51 (78): 26-30.
  • Miller, E. (2005). The Sun (New York: Academic Press).

Styttar tilvísanir sem notast við titil fremur en ártal þekkjast einnig. Til dæmis:

Tilvísanir


  1. ^ Miller, The Sun, 23.
  2. ^ Brown, „Size of the Moon“, 26.
  3. ^ Miller, The Sun, 34.

Tilvísanir innan sviga[breyta | breyta frumkóða]

Í ritgerðasmíðum þekkist einnig að vísað sé í heimild innan sviga fremur en í neðanmálsgreinum. Mælt er með því að nota ekki þessa aðferð á Wikipediu. Á ensku útgáfu Wikipediu getur grein til að mynda ekki orðið úrvalsgrein (og sjaldan orðið gæðagrein) ef vísað er í heimildir innan sviga.