Herjólfur (skip frá 1992)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
M/S Herjólfur
Ferjan Herjólfur, klettar í bakgrunni
Skipstjóri: Guðlaugur Ólafsson
Ívar Torfason
Gísli Valur Gíslason
Útgerð: Eimskip
Þyngd: 3.354 brúttótonn
Lengd: 70,5 m
Breidd: 16 m
Ristidýpt: 4,2 m
Vélar: 2 × 2700 kW
Siglingahraði: 15,5 sjómílur
Tegund: Bílferja
Bygging: 1992, Flekkefjord, Noregi

Herjólfur var þriðja farþegaferjan með þessu nafni sem gekk milli Heimaeyjar í Vestmannaeyjum og Þorlákshafnar, og seinna meir Landeyjahafnar. Skipið var tekið í notkun árið 1992 og var margfalt stærra og hraðskreiðara en Herjólfur II. Ferjan tók um 60 fólksbíla og allt að 388 farþega. Herjólfur var gerður út af Eimskipum og var eina skip félagsins sem var skráð á Íslandi.

Eftir að Herjólfur IV tók við ferjusiglingum til Vestmannaeyja árið 2019, var Herjólfur III hafður klár sem varaskip, og leigður í vöruflutninga í Færeyjum.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.