Hello Internet

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lógó netvarpsins.
Nail & Gear – opinber fáni netvarpsins.


Hello Internet er hljóðnetvarp hýst af YouTube stjörnunum CGP Grey og Brady Haran.[1][2] Það var fyrst gefið út árið 2014 og hefur nú að geyma áttatíu og sjö þætti, ásamt einum bónusþætti og einum þætti sem var aðeins gefinn út sem hljómplata.[3][4][5] Grey tilkynnti 600.000 til 900.000 niðurhöl fyrir hvern þátt í ágúst 2017.[6]

Netvarpið inniheldur umræður sem lúta að lífi þeirra sem YouTube stjörnum, viðfangsefni nýjustu myndbanda þeirra ásamt áhugamálum þeirra og persónulegu áliti á ýmsum málefnum. Dæmigerð málefni innihalda kvikmynda- og sjónvarpsþáttargagngrýni, umræðu um flugslys, fánafræði, framtíðarfræði, og muninn á persónuleikum Greys og Harans. [7][8] Hlustendur geta rætt netvarpið á persónulegu subredditi CGP Greys[9] eða á Hello Internet subredditinu.[10] Hver þáttur byrjar vanalega með skoðunum Greys og Harans við slíkum athugasemdum. Netvarpið hefur opinberan fána að nafni "Nail & Gear".[11]

Móttaka[breyta | breyta frumkóða]

Netvarpið náði að hámarki #1 sæti á netvarpsvinsældarlista iTunes í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Þýskalandi.[12] Það var valið sem eitt af bestu nýju netvörpum ársins 2014 af Apple.[13] Fréttablaðið The Guardian taldi netvarpið eitt af þeim 50 bestu ársins 2016, og nefndi þátt 66 ("A Classic Episode") þátt ársins.[14]

Verðlaun[breyta | breyta frumkóða]

  • Brady Haran - Útvarps- og netvarpsmeistari Radio Times árið 2017 - Sigur.[15]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „15 Podcasts for Extremely Specific Kinds of Nerds“. Mental Floss. Sótt 22. maí 2016.
  2. „The 43 best websites for learning something new“. Business Insider. Sótt 9. apríl 2017.
  3. „Hello Internet“. iTunes. Sótt 22. maí 2016.
  4. „Hello Internet“. Podcast Chart. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. maí 2016. Sótt 23. maí 2016.
  5. „H.I. #68: Project Revolution“. Hello Internet (bandarísk enska). Sótt 11. febrúar 2017.
  6. Grey, CGP. „MindOfMetalAndWheels comments on H.I. #85: Another Person I've Never Heard Of“. reddit.com (enska). Reddit. Afrit af upprunalegu geymt þann 22 ágúst 2017. Sótt 15. ágúst 2017.
  7. Wellhofer, Jack (15. febrúar 2017). „Hello Internet piques interest“. The Polytechnic (enska). Troy, United States: Rensselaer Polytechnic Institute. Afrit af upprunalegu geymt þann 22 ágúst 2017. Sótt 22. ágúst 2017.
  8. Adams, Josh (31. desember 2015). „Top 3 Podcasts You Must Listen To In 2016“. intentiondeficit.com (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 22 ágúst 2017. Sótt 22. ágúst 2017.
  9. „/r/cgpgrey“. reddit (enska). Sótt 11. febrúar 2017.
  10. „Hello Internet • r/HelloInternet“. reddit (enska). Sótt 31. júlí 2017.
  11. Haran, Brady; Grey, C.G.P. (16. desember 2015). „Two Dudes Counting“. Hello Internet. Hellointernet.fm. Sótt 31. desember 2015.
  12. „iTunesCharts.net: 'Hello Internet' by CGP Grey & Brady Haran (British Podcasts iTunes Chart)“. itunescharts.net (enska). Itunes Charts. Afrit af upprunalegu geymt þann 22 ágúst 2017. Sótt 22. ágúst 2017.
  13. Singh, Manish (8. desember 2014). „Apple reveals the top apps, games, music and movies on its Indian Store in 2014“. BGR India. BGR Media, LLC. Afrit af upprunalegu geymt þann 22 ágúst 2017. Sótt 11. febrúar 2017.
  14. „The 50 best podcasts of 2016“. The Guardian (bresk enska). 21. desember 2016. ISSN 0261-3077. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. ágúst 2017. Sótt 21. desember 2016.
  15. „Radio Times Radio and Podcast Champion Final“. Radio Times (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 3. september 2017. Sótt 30. ágúst 2017.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]