Helgafell í Svarfaðardal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Helgafell í Svarfaðardal

Helgafell er býli í Svarfaðardal vestan Svarfaðardalsár um 3 km frá Dalvík, milli bæjanna Ingvara og Syðraholts. Þar er stundaður hefðbundinn búskapur. Bærinn hét áður Holtskot og stóð nokkru utar en Helgafell. Nafn sitt fékk bærinn þegar hann var byggður upp á núverandi stað árið 1773. Fyrstu tveir ábúendur í Helgafelli voru Helgi Sigurðsson (f. 1742) og Helgi Þorleifsson (f. 1710-15) og er talið að af þeim dragi bærinn nafn sitt.

Heimild: Stefán Aðalsteinsson 1978. Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík.