Heimsósómi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimsósómi er ádeiluljóð sem talið er hafa verið ort í upphafi 16. aldar af Skáld-Sveini. Um skáldið er lítið sem ekkert vitað. Ljóðið birtist fyrst í Vísnabók Guðbrands árið 1612 og er það þá sagt gamalt. Það er gjarnan talið fyrsta heimsádeilukvæðið sem ort er á íslensku, en í því er lýst ranglætinu sem alþýðan þarf að þola og spillingu ríkismanna. Kvæðið er 16 erindi að lengd, 10 línur hvert.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]