Fara í innihald

Kuggur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hansakuggur)
Hansakuggur frá því um 1380

Kuggur var seglskipsgerð (kaupskip) sérhönnuð fyrir vöruflutninga sem á 12. öld voru mest notuðu skipin í Norður-Evrópu. Á tímum krossferðanna bárust þeir til Miðjarðarhafsins, þar sem þeir leiddu til þróunar karavellunnar og karkarans, sem urðu lykilþáttur í landkönnun Portúgala og Spánverja á 15. og 16. öld.

Kuggurinn er beinn afkomandi knarrarins og var notaður af Hansakaupmönnum (Hansakuggur) í Norðursjó og Eystrasalti. Hann var 15 til 25 metra langur, smíðaður úr eik, og líkt og knörrinn breiður og hár, með súðbyrðing og notaði hliðarstýri og eitt ferhyrnt rásegl. Engin dæmi eru um afturstýri í Evrópu fyrr en um 1240 en eftir það hafa slík stýri verið sett á kugga. Hann átti það samt sameiginlegt með Miðjarðarhafsskipum að vera með beinan skut og var með bein kjöltré. Á kuggnum gátu verið afturkastali og jafnvel lítill framkastali við bugspjótið til að verjast sjóræningjum.


  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.