Fara í innihald

Hamfarirnar í Japan 2011

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hamfarirnar í Japan 2011
Kort af jarðskjálftasvæðinu austur af Japan 2011
Kort af jarðskjálftasvæðinu austur af Japan 2011
Dagsetning14:46:23, 11. Mars 2011 (+09:00)
Tímalengd6 mínútur[1]
Stærð9.0 Mw[2][3]
Dýpt32 km
Áhrifasvæði skjálftansJapan (helsta áhrifasvæði)
Lönd með landamæri að Kyrrahafinu (flóðbylgja)
Skemmdir allsFlóðbylgja, flóð, skriða, eldar, skemmdir á mannvirkjum og kjarnorkuslys með losun geislunnar
Jarðskjálftahröðun2.99 g
FlóðbylgjaJá (10+ metrar)
Ofanflóð
Fyrirskjálftar7+ (4 af þeim yfir 6.0  MW)
Eftirskjálftar875-876+ (57–58+ þeirra yfir 6.0 MW)
Mannsföll19.747 dánir[4]

Hamfarirnar í Japan 2011 urðu vegna jarðskjálfta upp á 9,0 á Richter. Jarðskjálftinn varð klukkan 14:45 að japönskum staðartíma á föstudeginum 11. mars 2011.[2] [3][5] Skjálftamiðja hans var úti á hafi, 130 kílómetrum austur af borginni Sendai[2].

Jarðskjálftinn orsakaði flóðbylgju, allt að 29,6 metra háa,[6] sem lenti á Japan mínútum eftir skjálftann og flæddi allt að 10 km inn af landinu. [7] Jarðskjálftinn orsakaði einnig smærri flóðbylgjur sem lentu á öðrum löndum eftir nokkra klukkutíma. Viðvaranir voru gefnar út fyrir strönd Japans sem liggur að Kyrrahafinu og fyrir í það minnsta 20 önnur lönd, þar á meðal Kyrrahafströnd Norður og Suður Ameríku[8][9][10].

Japanska lögreglan staðfesti opinberlega 19.747 dána[4] í 18 héruðum, ásamt 125.000 skemmdum eða eyðilögðum byggingum.[4] Jarðskjálftinn og flóðbylgjan orsakaði miklar mannvirkjaskemmdir í Japan, meðal annars á vegum, járnbrautum og eldsvoðum, ásamt eyðilagðrar stíflu.[7][11] Í kringum 4,4 milljónir heimila í Japan voru án rafmagns og 1,5 milljónir án vatns [12]. Slökkt var á mörgum raföllum og í það minnsta þrír kjarnaofnar urðu fyrir sprengingum vegna þrýstings vetnis gass sem hafði safnast saman í ytri lokum eftir kerfisbilun.[13] Íbúar innan 20 km radíus í kringum Fukushima 1 kjarnorkuverið og innan 10 km radíus í kringum Fukushima 2 kjarnorkuverið voru brottfluttir.[14]

Jarðskjálftinn

[breyta | breyta frumkóða]

Jarðskjálftinn var neðanjarðarskjálfti upp á 9,0 á Richter. Hann varð þann 11. mars 2011 klukkan 14:45 að japönskum staðartíma. Hann varð í vesturhluta Kyrrahafsins á 32 km dýpi[15], með skjálftamiðju 72 kílómetra frá Oshika skaganum og stóð yfir í rúmlega sex mínútur. [1][2] Næsta stórborg við skjálftann var Sendai, í Honshu héraði, í 130 km fjarlægð. Jarðskjálftinn varð í 373 km fjarlægð frá höfuðborg Japans, Tokyo.[2] Aðalkippurinn gerðist eftir fjölda fyrirskjálfta og var fylgt eftir af hundruðum eftirskjálfta. Fyrsti stóri fyrirskjálftinn var 7.1 á Richter þann 9. mars, 40 km frá skjálftamiðju aðalkippsins þann 11. mars.[2][16]

Einni mínútu áður en skjálftinn fannst í Tókýó, gaf jarðskjálfta viðvörunarkerfi Japana sem inniheldur 1.000 skjálftamæla í Japan, viðvaranir um sterkan skjálfta til milljóna manna. Þessi viðvörun frá Veðurstofu Japans er talin hafa bjargað mörgum mannslífum.[17][18]

Skjálftinn var upphaflega tilkynntur upp á 7.9 á Richter, uppfærður upp í 8.8, 8.9[19] og síðan loks upp í 9.0[3]. Jarðskjálftinn gerðist þar sem Kyrrahafs flekinn sígur undir flekann undir Honshu, en þau flekamörk eru gagnrýnd á meðal vísindamanna.[20][21] Kyrrahafsflekinn sem færist um 8 til 9 cm á ári er sagður síga undir Honshu flekann og gefur þannig frá sér mikið magn af orku. Þessi hreyfing ýtir efri flekanum niður þangað til álagið verður nógu mikið fyrir jarðskjálfta. Brotið vegna álagsins varð til þess að sjávarbotninn hækkaði um nokkra metra.[21]

kort af Japan

skjálftamiðja
Sendai Grænn punktur
Tokyo Grænn punktur

Skemmdir og afleiðingar

[breyta | breyta frumkóða]

Alvarlegar bilanir í Fukushimakjarnorkuverinu

[breyta | breyta frumkóða]

Skömmu eftir flóðbylgjuna komu upp alvarleg vandamál við kælingu kjarnaofna og eldsneytisgeymsla í Fukushímakjarnorkuverinu, sem síðar leiddu til sprenginga og losunar geislavirkra efna út í andrúmsloftið.

  1. 1,0 1,1 震災の揺れは6分間 キラーパルス少なく 東大地震研". Asahi Shimbun. 2011-03-17. Retrieved 2011-03-18.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 "Magnitude 9.0 – Near The East Coast Of Honshu, Japan" Geymt 30 nóvember 2011 í Wayback Machine. United States Geological Survey (USGS). Retrieved 2011-03-13.
  3. 3,0 3,1 3,2 Reilly, Michael (2011-03-11). "Japan's quake updated to magnitude 9.0". Geymt 13 mars 2011 í Wayback Machine New Scientist. Retrieved 2011-03-11.
  4. 4,0 4,1 4,2 "Damage Situation and Police Countermeasures associated with 2011 Tohoku district – off the Pacific Ocean Earthquake" Geymt 23 júní 2017 í Wayback Machine. Japanese National Police Agency. 23 March 2011, 09:00 JST. Retrieved 23 March 2011.
  5. New USGS number puts Japan quake at 4th largest". Geymt 7 apríl 2011 í Wayback Machine CBS News. 2011-03-14. Retrieved 2011-03-15.
  6. "Researchers: 30-meter tsunami in Ofunato". NHK. Retrieved 29 March 2011.
  7. 7,0 7,1 Roland Buerk (11 March 2011). "Japan earthquake: Tsunami hits north-east". BBC. Retrieved 2011-03-12.
  8. "Tsunami bulletin number 3". Pacific Tsunami Warning Center/NOAA/NWS. 2011-03-11. Retrieved 2011-03-11.
  9. Wire Staff (2011-03-11). "Tsunami warnings issued for at least 20 countries after quake" Geymt 25 júlí 2012 í Wayback Machine. CNN. Retrieved 2011-03-11.
  10. "PTWC warnings complete list". Retrieved 2011-03-11.
  11. Saira Syed – "Japan quake: Infrastructure damage will delay recovery" – 16 March 2011 – BBC News – Retrieved 18 March 2011
  12. NPR Staff and Wires (2011-03-14). "Millions Of Stricken Japanese Lack Water, Food, Heat". NPR. Retrieved 2011-03-16.
  13. "IAEA chief says Japan's crisis extremely serious" Geymt 31 mars 2011 í Wayback Machine. Hindustan Times. March 18, 2011.
  14. "US breaks with Japan over power plant warnings" Geymt 7 apríl 2011 í Wayback Machine. Associated Press. 16 March 2011. Retrieved 1 April 2011.
  15. http://www.guardian.co.uk/world/2011/mar/11/japan-earthquake-tsunami-questions-answers
  16. Lovett, Richard A. (2011-03-14). "Japan Earthquake Not the "Big One"?". National Geographic News. Retrieved 2011-03-15.
  17. Foster, Peter. "Alert sounded a minute before the tremor struck" Geymt 31 mars 2011 í Wayback Machine. The Daily Telegraph. Retrieved 2011-03-11.
  18. Talbot, David. "80 Seconds of Warning for Tokyo" Geymt 30 maí 2012 í Archive.today. MIT Technology Review.
  19. Boadle, Anthony (11 March 2011). "UPDATE 3-USGS upgrades Japan quake to 8.9 magnitude" Geymt 12 apríl 2014 í Wayback Machine. Reuters. Retrieved 2011-03-18.
  20. Chang, Kenneth (2011-03-13). "Quake Moves Japan Closer to U.S. and Alters Earth's Spin". The New York Times. Retrieved 2011-03-14.
  21. 21,0 21,1 Ian Sample (11 March 2011). "newspaper: Japan earthquake and tsunami: what happened and why". Guardian. Retrieved 2011-03-14.