Hall-vík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útsýni frá Suðurhöfða.

Hall-vík (enska: Hall Inlet, danska: Hall Bredning) er stór vík norðan við Scoresby-sund á milli Milne-lands í vestri og Jameson-lands í austri. Eyfjörður liggur í vesturátt úr Hall-vík norðan við Milne-land frá Bjarnareyjum. Nyrst í víkinni liggur Norðvesturfjörður í norðvesturátt. Við mynni Norðvesturfjarðar er Suðurhöfði og austan við hann eru Norðausturvík og Schuchert-dalur með Schuchert-á. Margar ferskvatnsár renna út í Hall-vík frá Jameson-landi, eins og Feginsá, Loðinsá og Lálandsá.

Hall-vík var nefnd af William Scoresby eftir breska sjóliðsforingjanum Basil Hall.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.