Hælavíkurbjarg
Útlit
Hælavíkurbjarg er þverhníptur hamraveggur og fuglabjarg á Hornströndum sem nær frá Hælavík að Hvannadal. Hamraveggurinn rís í 258 m. hæð. Fyrir framan bjargið er klettur sem heitir Hæll. Við hlið hans er annar drangur sem heitir Göltur. Í Hælavíkurbjargi er urð sem nefnd er Heljarurð en þjóðsaga er um að hún hafi fallið á 18 Englendinga sem stolist höfðu til að nytja bjargið.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Hornbjarg (vestfirdir.is)