Gylfi Sigfússon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gylfi Sigfússon (fæddur í Vestmannaeyjum 23. febrúar 1961) er íslenskur viðskiptafræðingur og fyrrverandi forstjóri Eimskips.

Hann var framkvæmdastjóri hjá Tollvörugeymslunni hf (TVG) frá 1990-1996, framkvæmdastjóri hjá Ambrosio Shipping Inc, Chesapeake,VA, USA síðar Eimskip Logistics Inc frá 1996-2007, Forstjóri Eimskip USA og Kanada frá árinu 2007. Forstjóri Eimskipafélags Íslands frá 2008-2018.[1] Varaformaður Viðskiptaráðs Íslands 2014-2018, Varaformaður Amerísk-Íslenska Viðskiptaráðsins (AMIS) 2012-2018 og formaður frá 2019. Í stjórn Íslensk-Ameríska og Íslensk-Kanadíska frá árinu 2006. Í stjórn ýmissa félaga Eimskipafélagsins utan Íslands.

Gylfi hefur setið í stjórnum knattspyrnufélaganna Fram, Víkings Reykjavík og Ungmennafélagsins Víkverja.

Hann hefur verið virkur í starfi Arctic Circle-ráðstefnunnar frá stofnun hennar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Kjarninn.is, „Gylfi Sigfússon hættir sem forstjóri Eimskips“ (skoðað 16. júlí 2019)