Gunnólfur (landnámsmaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gunnólfur var landnámsmaður í Skagafirði. Hann nam land norðan frá Þverá í Blönduhlíð suður til Glóðafeykisár (nú Hvammsár). Landnámabók segir að hann hafi búið í Hvammi en í landáminu eru tveir bæir með því nafni, Hjaltastaðahvammur og Flugumýrarhvammur.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]