Gullregn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Laburnum
Blóm Gullregns
Blóm Gullregns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales')
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættflokkur: Genisteae
Ættkvísl: Laburnum
Fabr.
Tegundir
Blóm á strandagullregni.

Gullregn (fræðiheiti Laburnum) er ættkvísl lítilla eða meðalstórt trjáa af ertublómaætt sem ber gul blóm í löngum hangandi klösum. Gullregn skiptist í tvær tegundir, strandagullregn (Laburnum anagyroides) og fjallagullregn (Laburnum alpinum). Gullregn er upprunnið úr fjallasvæðum í suðurhluta Evrópu frá Frakklandi til Balkanskagans.

Gullregn er vinsælt garðtré en vanalegt er að í görðum sé ræktað garðagullregn (Laburnum x watereri) sem er blendingsgullregn milli hinna tveggja tegunda gullregns með langa blómklasa eins og fjallagullregn og þétt blómskrúð eins og strandagullregn.

Eitrunaráhrif gullregns[breyta]

Garðagullregn þroskar síður fræ en fjallagullregn. Fræ gullregns eru eitruð sem og allir aðrir hlutar plöntunar. Aðaleiturefnið í gullregni er Cytisine. Í fræbelgnum eru 3 til 5 fræ en 2 - 10 fræ geta valdið eitrun hjá börnum. Einkenni geta komið í ljós eftir 10 mínútur en einnig geta nokkrar klukkustundir.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist