Guli skugginn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bob Moran Nr. 12

Guli skugginn er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Hver er hann, þessi Guli skuggi? Lögreglulið um allan heim hefur heyrt talað um hann, en enginn þekkir hann. Sé einhver leyndardómsfullur glæpur framinn, er Guli skugginn á hvers manns vörum. Hann er alls staðar og hvergi. Hann rekur ógnarstjórn og deyðir menn í fjarska. Gáfur hans eru frammúrskarandi. Hver er þá Guli skugginn? Enginn veit það með vissu, þangað til Bob Moran kemur fram á sjónarsviðið. Þar sem franska lögreglan, sú ameríska og Scotland Yard hafa orðið að láta í minni pokann, heppnast Bob aðeins af því, að Guli skugginn er gamall kunningi. Á þokubökkum Temsár, í dökkum mýrarflákum og í hverfum Limehouse, sem hafa miðlungi gott orð á sér, þarf Bob að berjst harðvítugri baráttu gegn fjandmanni, sem ekki þekkir neina miskunn og lætur vestræna menningu skjálfa frá neðstu rótum. Það er sjálfur Satan gegn Bob Moran. Veðmálið er byrjað.

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

Bob Moran, Bill Ballantine, Sir Archibald Baywatter, Jacob Star, Frú Mo,

Sögusvið[breyta | breyta frumkóða]

London, England - Dunwick, Skotland

Bókfræði[breyta | breyta frumkóða]

  • Titill: Guli skugginn
  • Undirtitill: Æsispennandi drengjasaga um afreksverk hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: L'Ombre Jaune
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1959
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1966