Grunnungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grunnungur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Karpfiskar (Cypriniformes)
Ætt: Vatnakarpar (Cyprinidae)
Ættkvísl: Tinca
Cuvier, 1816
Tegund:
T. tinca

Tvínefni
Tinca tinca
(Linnaeus, 1758)

Grunnungur (fræðiheiti Tinca tinca) er fiskur sem tilheyrir ætt vatnakarpa. Hann lifir í vötnum og mjög hægfara ám um alla Evrópu og Asíu, einkum þar sem er leirbotn og mikið um gróður. Hann er alæta og étur botndýr og vatnajurtir.

Grunnungur er breiður fiskur með smágert hreistur og þykka hringlaga ugga, en einn ferkantaðan bakugga. Hann er grænn á bak og gulleitur á kvið með rauð augu. Þeir verða fullvaxnir 30-50 sm að lengd og 1-2 kíló að þyngd.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.