Grand Theft Auto: Vice City
Útlit
Grand Theft Auto: Vice City er tölvuleikur í Grand Theft Auto tölvuleikjaseríunni, útgefinn í október 2002 af Rockstar Games fyrir PlayStation 2. Leikurinn kom á eftir Grand Theft Auto III sem var gefinn út ári fyrr en á undan Grand Theft Auto: San Andreas
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Leiksvið GTA: Vice City er samnefnd borg árið 1986. Tommy Vercetti losnar úr fangelsi og fljótlega fenginn af fyrrverandi yfirmanni sínum Sonny að kaupa kókaín. Hann er svikinn en lofar Sonny að ná fram hefndum. Leikurinn hverfist síðan um hvernig Tommy Vercetti kemst að því hver sveik hann.
Öll hönnun í leiknum; föt, bílar, söguþráður (kókaín) og mið-Amerísk áhrif bera þess skýr merki að Vice City sé eftirmynd Miami í Bandaríkjunum á 9. áratugnum enda gerist leikurinn 1986.