Gróðurkort

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dæmi um gróðurkort

Gróðurkort er landakort sem sýna hvar land er gróið, hvers konar gróður er um að ræða og hversu þéttur hann er. Það sýnir einnig mismunandi landgerðir ógróins lands, s.s. mela, sanda, grjót, hraun o.s.frv..

Gróðurkort sýna einnig hvar gróður- og jarðvegseyðing á sér stað eða gæti verið yfirvofandi. Slík kort eru ómissandi við gróðurverndar- og landgræðsluáætlanir. Í byggð sýna kortin ræktað og ræktunarhæft land og á þau eru færð landamerki jarða og annarra eignarlanda.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.