Gloppuhnjúkur
Útlit
Gloppuhnjúkur | |
---|---|
Hæð | 1.017 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Dalvíkurbyggð |
Hnit | 65°47′22″N 18°39′44″V / 65.7894°N 18.6622°V |
breyta upplýsingum |
Gloppuhnjúkur er í Skíðadal upp af bænum Kóngsstöðum. Hann er 1017 m hár og hlaðinn úr rúmlega 10 milljón ára gömlum basaltlögum. Að baki hans eru Rauðuhnjúkar yfir 1200 m háir. Sitt hvoru megin við hnjúkinn eru smádalirnir Gloppudalur og Draugadalur. Í Gloppudal er lítið fjallavatn eða tjörn, Gloppuvatn. Úr því fellur Gloppuá til Þverár sem aftur fellur í Skíðadalsá. Kóngsstaðadalur/Þverárdalur gengur til vesturs milli hárra fjalla inn af Gloppuhnjúk. [1]
Í ævisögu Ásgríms Jónssonar listmálara er fjallað nokkuð um Skíðadal og þar er minnst á hnjúkinn: "Sjálfur er dalurinn þröngur, en fjöllin allt í kring geysihá, og er þeirra á meðal Gloppa, einkennilegt fjall og minnisstætt, sem tekur nafn sitt af tröllskessu." [2]
Skíðdælsk stemma:
- Fjallahringsins hamrastál
- hylur mjallardúkur.
- Eins og bolli í undirskál
- ertu Gloppuhnjúkur. (HjHj)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hjörtur Eldjárn Þórarinsson (1990). Byggð í tröllagreipum. Ferðafélag Íslands - Árbók 1990 Bls. 90.
- ↑ Tómas Guðmundsson (1962). Ásgrímur Jónsson. Helgafell, Reykjavík Bls. 76.